Réttur


Réttur - 01.04.1976, Side 17

Réttur - 01.04.1976, Side 17
bankamaður og aðstoðar-utanríkisráðherra Kennedys, segir að Vietnam-stríðið sé eins og hvert annað slys, þá hafi hermálaráðu- neytið — Pentagon, eins og það er kallað eftir byggingu þess, — farið að stjórna mál- um sjálfstætt án þess að hafa fast land veru- leikans undir fótum. Æfintýrapólitík og einangrunarstefna er eitur í beinum þessara ábyrgu hugsuða og drottnara heimsauðvaldsins. Þeirra takmark er gróði, peningar og völd, — og þegar um þá hluti er að ræða þekkja þeir ekki hleypi- dóma. Keisarinn af lran og kongar olíulanda eru velkomnir í kapítalistaklúbbinn Og ef græða má á viðskiptum við Sovétríkin og Kína — ja, „business er business" — heitir það á þeirra máli. Ráðið hefur líka sinn sér- fræðing í viðskiptum við sósíalistísku löndin: Zbignieiv Brzezinski, pólskur að ætt, próf- essor við Columbia-háskólann. Heimsauðvaldið hefur sinn alþjóðlega hugsandi „stjórnmála-heila", raunsæjan, vægðarlausan, framsýnan. — En hvað um sósíalismann, alþjóðastefnu alþýðunnar? Eiga hleypidómar og heift enn að ráða þar ríkj- um lengi? [Stuðst við grein Wilhelm Bittorfs: „Ein Politburo fur den Kapitalismus?" i „Spiegel" 8. des. 1975]. Síðan þetta var skrifað koma tveir þeirra manna, sem hér eru nefndir, skyndilega við sögu í sambandi við úlfaþyt þann, sem Kiss- inger er að reyna að gera út af því að Komm- únistaflokkur Italíu verði ráðandi stjórnar- flokkur þar í landi. Starfslið „International Herald Tribune" segir frá því 15. apríl sl. að tveir fyrrverandi stjórnarmeðlimir í stjórn demokrata í Banda- ríkjunum hafi lýst yfir því að ríkisstjórn Bandaríkjanna eigi að vera reiðubúin að vinna með slíkri stjórn á Italíu. Allan Dulles og John F. Dulles 1948 („Splegel"). George Ball kvað „Kristilega demokrata- flokkinn" á Italíu vera spilltan flokk, mátt- lausan og gagnslausan. Hinsvegar hafi Kommúnistaflokkur Italíu tryggt alþýðu at- vinnu og íbúðir. Svipaða skoðun lét Zbigniew Brzezinski í ljós. Og Paul Warnke, fyrrver- andi aðstoðarhermálaráðherra, kvað Ford- stjórnina hafa breytt rangt, er hún taldi átök- in í Angola þátt í heimsátökum Sovétríkj- anna og Bandaríkjanna í stað þess að skoða þau sem óhjákvæmileg innanlands átök þar eftir afnám nýlenduþrælkunarinnar. Það er greinilegt að skynsamari menn bandaríska auðvaldsins gerast æ raunsærri eftir ófarir hervalds þeirra í Vietnam. 81

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.