Réttur


Réttur - 01.04.1976, Side 18

Réttur - 01.04.1976, Side 18
Ólafur Jóhann Sigurðsson: Theodór F riðriksson Minningarorð {Old er nú liðin síðan skáldið Theodór Friðriksson fæddist þann 27. apríl 1876 í Nýjabœ í Flatey á Skjálfanda, en hann and- aðist 8. apríl 1948 í Reykjavík. Almenningi er nú kunnugra en fyr líf þessa alþýðuskálds eftir ágœtan lestur Gils Guðmundssonar á ceviminningum hans „I verum" í útvarpinu. Theodór komst allsnemma í snertingu við hina sósíalistísku verklýðshreyfingu, talaði máli sósíalismans á stjórnmálafundum á Húsavík og var sjálfur í verkamannafélag- inu þar. 7. mars 1927 mætti hann á fundi hjá okkur í ]afnaðarmannafélagi Akureyrar. I „Rétti" 1927 segir m.a. þetta um hann í ritsjá: ,{Theodór Friðriksson er maðtir, sem allt sitt líf hefur lifað við fátækt eins og hún er verst hér á landi. Hann hefur orðið að þola allt það þrældómslíf, sem verkalýður sá lifir, er verður að þeytast landshornanna á milli til að elta tækifærin til að fá að þræla. Hann hefur stundað hákarlaróðra, verið fjöl- margar vertíðir á Siglufirði og Vestmanna- eyjum og á flestum þeim stöðum lands, sem atvinnu er að hafa fyrir aðkomufólk". Þórbergur Þórðarson skrifaði i „Tímarit Máls og menningar" 1942 ýtarlegan ritdóm um „I verum" (bls. 74—90). Theodór var einn af þeim róttæku rithöfundum, sem varð fyrir ofsóknum afturloaldsins undir forustu Jónasar frá Hriflu á árunum eftir 1939. — Theodór hafi lýst því i „I Verum" hve glaðitr hann varð 1936 er hann fékk 1300 kr. styrk- inn á 18. gr. fjárlaganna og hugði sig örugg- an með hann framvegis. Þórbergur hefttr þessi orð um hvað síðar gerðist: ,{Theodór Friðriksson tilheyrði ekki hinum tryggu mútusugum í málaliði formanns Menntamálaráðs. Þessvegna lætur hann tusk- ur sínar í ráðinu lækka styrk þessa snauða rithöfundar um 300 kr. á ári og gera Alþingi Islendinga þannig ómerkt orða sinna". — Theodór lýsir sjálfur þessari meðferð í ,Ofan jarðar og neðan" (bls. 92) og er það síst til sóma vissum menntamönnum þjóðarinnar hvernig þeir létu nota sig þá. Arnór Sigurjónsson, sem á svo mikinn 82

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.