Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 22
vinnurekstur og þess vegna grotnaði togaraflotinn
niður, bátaflotinn sem hafði aflað hráefna handa
frystihúsunum varð lélegri með hverju árinu því
að takmörkuð og engin endurnýjun átti sér stað,
og búnaður frystihúsanna gekk úr sér. Þetta trú-
leysi á innlenda atvinnuforsjá hafði á síðari hluta
viðreisnaráranna í för með sér sívaxandi atvinnu-
leysi, og síðan landflótta.
Síðustu misseri viðreisnarstjórnar bötnuðu við-
skiptakjör okkar verulega. Stjórnin sá til þess að
batinn kom allur fram í auknum gróða fyrirtækj-
anna. Fyrir kosningarnar 1971 birtu þessi fyrirtæki
sum hver skýrslu um rekstrarafkomuna 1970, sem
sýndu gróða upp á 100 miljónir og meira I stærstu
fyrirtækjunum, til dæmis þar um eru Eimskipafélag
Islands og tvö olíufélaganna.
En atvinnuleysið og landflóttinn hafði opnað augu
margra fyrir því hversu háskaleg viðreisnarstjórnin
og stefna hennar var. Það var nefnilega ekki að-
eins stefna viðreisnarflokkanna að láta fyrirtækin
græða, það var um leið stefna þeirra að halda
laununum niðri. Island átti að verða láglaunasvæði
girnilegt fyrir erlend stórfyrirtæki, enda auglýstu
íslenskir aðilar I erlendum tímaritum ódýra orku
og ódýrara vinnuafl á Islandi. Gerið þið svo vel:
íslendingar vilja vinsamlegast vinna hjá ykkur fyrir
sama og ekki neitt og orkan í íslenskum fallvötnum
kostar svo sem ekki neitt.
Sjötti til sjöundi hver félagsmaður alþýðusam-
takanna missti atvinnuna um tíma á síðari hluta
viðreisnaráranna og eitt til tvö þúsund voru land-
flótta. Stefna viðreisnarflokkanna hafði því snert
mörg heimilin í landinu og þess vegna fór það svo
að viðreisnarflokkarnir misstu meirihluta sinn; þeir
töpuðu samanlagt fjórum þingsætum yfir til stjórn-
arandstöðuflokkanna, sem nú höfðu meirihluta á
þingi.
Þegar atvinnuleysið og landflóttinn og áróðurinn
fyrir erlendri stóriðju til dæmis tuttugu álverk-
smiðjum var I hámarki var krafa okkar fyrst og
fremst íslensk atvinnuleg forsjá. Við kröfðumst
þess að togaraflotinn yrði endurnýjaður, að frysti-
húsin yrðu bætt, að gerðar yrðu ráðstafanir til
þess að efla íslenskan iðnað. Við gerðum þá kröfu
að landhelgin yrði færð út í 50 sjómílur og í þess-
um málaflokkum öllum var forusta Alþýðubanda-
lagsins alveg ótvíræð. I þessu sambandi gátum við
vitnað til þess að tekist hafði á nýsköpunarárun-
um og vinstristjórnarárunum fyrri að reisa íslenskt
atvinnulíf úr láginni. I nýsköpunarstjórninni var
lagður grundvöllur að þeim lífskjörum alþýðu sem
i meginatriðum hafa haldist síðan. I vinstristjórn-
inni fyrri sýndu sósíalistar fram á, að þjóðin gat
unnið fyrir sér sjálf og þurfti hvorki hernámsvinnu
né gjafakorn.
VINSTRISTJÓRNIN
Þessi málatilbúnaður flokksins á viðreisnarárun-
um síðari hlaut að hafa það í för með sér að
flokkurinn yrði þátttakandi I vinstristjórninni frá
1971. Það var heldur ekkert hik á okkur við það
og aðild að stjórninni var samþykkt einróma I
öllum helstu forustustofnunum flokksins, þingflokki,
framkvæmdastjórn og miðstjórn.
Vinstristjórnin hófst þegar í stað handa við að
framkvæma þau fyrirheit sem gefin höfðu verið í
kosningunum 1971. Fyrst voru gerðar ráðstafanir til
þess að stórhækka allt kaup í landinu bæði verka-
laun og lífeyri handa öldruðum og öryrkjum. Þannig
var bata viðskiptakjaranna veitt frá fyrirtækjunum
til fólksins. Um leið var verðlagi á framleiðslu og
þjónustu fyrirtækja haldið niðri þannig að á fyrstu
misserum. vinstristjórnarinnar varð hverfandi
verðbólga hér á landi. Með hækkandi kaupmætti
og lifeyri bötnuðu lífskjör manna verulega og
einkaneysla fór vaxandi. I atvinnumálum tók vinstri-
stjórnin einnig rösklega til hendinni. Þar lagði hún
áherslu á alhliða eflingu íslenskra atvinnuvega.
Togaraflotinn var aukinn og endurnýjaður mjög
myndarlega. Miljörðum króna var varið til þess að
treysta fiskiðnaðinn með endurbótum á frystihús-
unum. Margfölduð voru framlög til hafnarmála. Allt
hafði þetta og fleira I för með sér traustari atvinnu-
grundvöll en áður; sjávarpláss sem áður höfðu
orðið að sæta atvinnuleysi nokkra mánuði á ári
hverju urðu nú verstöðvar með mikilli atvinnu allt
árið. Forsenda þess að unnt var að eyða öllu þessu
í endurbyggingu sjávarútvegsins var að sjálfsögðu
sú að efnahagur þjóðarinnar í heild batnaði með
aukinni framleiðslu og betri viðskiptakjörum.
Samhliða þessari stórhuga stefnubreytingu í
sjávarútvegsmálum var undirbúin ný og víðtæk
stefnumótun í iðnaðar- og orkumálum. Islenskar
skipasmíðar tóku risaskref fram á við og hið sama
má segja um margar aðrar iðngreinar. Undirbúin
var allsherjar iðnaðaráætlun. I orkumálum var fylgt
þeirri meginstefnu að gera landið allt að einu orku-
veitusvæði og lögð var áhersla á nýtingu rafmagns
til húsahitunar. Horfið var frá bæjarlækjavirkjunum
86