Réttur


Réttur - 01.04.1976, Síða 23

Réttur - 01.04.1976, Síða 23
viðreisnarflokkanna og Framsóknarflokksins, sem jafnan eru fúsir til þess að kaupa sér atkvæði kjós- andans með því að virkja hjá honum bæjarlækinn. I viðskiptum við erlenda aðila varð gjörbreyting. I stað þeirra niðurlægjandi ákvæða sem var að finna og eru í áisamningnum vann Magnús Kjartansson drög að samningi við erlendan aðila sem ma. fól I sér að íslendingar áttu meirihlutaeign í viðkom- andi fyrirtæki, að orkuverð yrði endurskoðað á föstu árabili og að fyrirtækið sætti íslenskum lög- um og reglum. Þetta voru nýmæli og stefnubreyt- ing, en ekki kom þó þessi samningur til fram- kvæmda sem kunnugt er vegna gjörbreytinga sem urðu undir lok vinstristjórnaráranna á erlendu verðlagi og þá sérstaklega á olíu. Brátt tók alþjóðleg verðbólga að gera vart við sig I meiri mæli en nokkru sinni fyrr á eftirstríðsár- unum. Þegar þetta varð Ijóst hefði auðvitað verið eðlilegt að gera þegar í stað ráðstafanir til þess að stjórna þjóðfélaginu með tilliti til þessa; en það fékkst ekki og vinstristjórnin gerði þvert á móti ráðstafanir sem mögnuðu verðbólguna. Má í því sambandi nefna gengisfellinguna I árslok 1972 og aðferðirnar við skattlagningu vegna vestmannaeyja- gossins. Ekki tókust I ríkisstjórninni samningar um neinar sameiginlegar heildarráðstafanir í efnahags- málum, ekki I verslunarmálum að því er varðaði meðferð gjaldeyris, ekki I fjárfestingarmálum, hvergi. Því fór svo að verðbólgan varð eitt logandi bál, en þjóðarskútan gat þó gengið undan eldinum vegna þess að verðlag á okkar afurðum erlendis fór stöðugt hækkandi — þar til í ársbyrjun 1974. En þá hafði ríkisstjórnin þegar misst meirihluta sinn á þingi fyrir nokkrum mánuðum og hafði þvi ekki styrk til þess að gera nauðsynlegar efnahags- ráðstafanir. LANDHELGIN OG HERINN HÆGRISTJÓRNIN Aðalmál vinstristjórnarinnar og tímafrekasta við- fangsefni hennar var landhelgismálið. Fyrir liggur skjalfest í bókum alþingis að I kröfunni um 50 mílna landhelgi hafði Alþýðubandalagið frumkvæðið. Hin- ir flokkarnir dröttuðust með. I málefnasamningi vinstristjórnarflokkanna var skýrt kveðið á um land- helgismál. Tókst að knýja fram á alþingi sam- hljóða uppsögn á nauðungarsamningunum frá 1961, en sú samþykkt kostaði að vísu það að rætt yrði við vestur-þjóðverja og breta sérstaklega um veið- ar innan landhelginnar. Við munum enn svo vel átökin við breta á þessum árum, að ekki er þörf á að rifja þau upp að neinu leyti hér. En baráttunni í landhelgismálinu lauk að sinni með þeim hætti að Ólafur Jóhannesson gerði svikasamninginn við breta og hann stillti okkur upp frammi fyrir úrslita- kostum sínum og Heaths. Ástæðan til þess að við gátum fallist á samningana við breta þá var að sjálfsögðu sú að þeir fólu í sér viðurkenningu breta á yfirráðarétti okkar yfir 50 mílunum og með samningunum voru veiðar þeirra skertar um nær helming frá þvi sem verið hafði. Annað það málefni vinstristjórnarinnar, sem mjög upptók hugi okkar á þessum árum var herstöðva- málið. I því máli náðist tvíþættur ávinningur. I fyrsta lagi lokun Keflavikursjónvarpsins og í öðru lagi samkomulag stjórnarflokkanna þriggja um áætl- un um brottför hersins. Á þá áætlun reyndi aldrei vegna þess að fljótlega eftir að hún var gerð I ríkisstjórninni tók stjórnarsamstarfið enda. Ástæð- urnar til þess hins vegar að við komumst ekki lengra með herstöðvamálið í vinstristjórninni voru ma. þær að við fylgdum því ekki nægilega vel eftir. Sömu ástæður lágu til þess að Ólafur Jó- hannesson gat stillt okkur upp við vegg haustið 1973; flokkurinn var of veikur til þess að setja honum stólinn fyrir dyrnar og þó að við ættum góða menn í rikisstjórn, afþurðamenn vil ég segja, þá gerðum við of mikið að þvi að mæna á þá og þeirra hæfni til lausnar öllum vanda, en við gerð- um of litið af því að virkja fólk til þaráttu fyrir þeim málum sem við helst bárum fyrir brjósti. Það sem mistókst í vinstristjórninni olli vonbrigð- um og þau vonþrigði voru stærst á þéttbýlissvæð- inu, en úti á landi var mikil ánægja með vinstri- stjórnina einkum vegna uppbyggingarinnar í at- vinnumálum. En þrátt fyrir mistökin og óánægjuna megum við ekki gleyma því sem vel tókst og við megum ekki gleyma þvi hvað hefði gerst ef vinstristjórnin hefði ekki komist til valda. Við skulum hafa i huga í fyrsta lagi landhelgismálið, en fyrir samningana '73 veiddu bretar hér yfir 200 þúsund lestir á ári. i öðru lagi skulum við muna eftir því að draumsýn ihaldsins um islenskt láglaunasvæði og 20 álverk- smiðjur hefði getað ræst. Vinstristjórnin ruglaði spilunum fyrir ihaldinu, truflaði áform þess á flest- um sviðum. Hvar stæðum við nú hefði vinstristjórn- 87

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.