Réttur - 01.04.1976, Page 24
in ekki komist til valda? Því væri fróðlegt að velta
fyrir sér.
Þegar ríkisstjórn íhaldsins og Framsóknarflokks-
ins komst til valda rættist langþráður draumur
mafíanna í báðum flokkum; fyrir 18 árum slitnaði
upp úr fimm ára helmingaskiptastjórnum þessara
flokka og margur flokksmaðurinn þar hafði áhuga
á því að endurnýja kunningsskapinn. Ég hygg að
áhuginn á þessu samstarfi hafi ekki síst verið
meðal framsóknarforustunnar sem aftur vildi kom-
ast að kjötkötlunum. Þeir vitrari I forustu Sjálf-
stæðisflokksins höfðu ekki sérstakan áhuga á
stjórnarsamstarfi með framsókn en það var lífs-
spursmál fyrir Geir Hallgrímsson sem formann
flokksins að verða forsætisráðherra Strax og
stjórnin var mynduð tóku ránfuglarnir að brýna
klærnar og áður en varði hafði átt sér stað mesta
kjaraskerðing á skömmum tíma sem sögur fóru af,
samhliða fylgdi veruleg verðhækkanaskriða og
hægri stjórninni tókst engan veginn að ráða við
vöxt verðbólgunnar. Stjórnarflokkunum tókst að
framkvæma ránsherferð sína þrátt fyrir nokkurt
andóf verkalýðshreyfingarinnar, en það andóf var
óneitanlega veikt I fyrstu.
Nú er nýlokið kjaraátökum, þeim harðvítugustu
sem hér hafa átt sér stað á valdatíma núverandi
ríkisstjórnar. Verkalýðshreyfingin háði víðtækasta
allsherjarverkfall sem sögur fara af, hálf miljón
vinnudaga tapaðist. I þessu verkfalli kom vel fram
að styrkur verkalýðshreyfingarinnar er slíkur að
ríkisstjórnin getur ekki brotið vald hennar gjörsam-
lega á bak aftur, hið faglega vald hennar. Jafnframt
kom I Ijós I þessu verkfalli, sem gjörbreytti svip
þess, skilningur meðal forustu verkafólksins á
nauðsyn þess að tengja pólitíska baráttu og fag-
lega baráttu saman I órofa heild. I verkfallinu gaf
Alþýðusambandið út Vinnuna I tugum þúsunda ein-
taka sem dreift var víðsvegar af verkfallsmönnum.
I Vinnunni voru settar fram kröfur um pólitíska
samstöðu verkalýðsins, kröfur sem að vísu hafa
heyrst áður, en hafa aldrei verið jafnháværar og
eindregnar og einmitt nú.
KRÖFUR TIL
ALÞÝÐUBANDALAGSINS
En þegar skilningurinn vaknar þannig I verka-
lýðshreyfingunni hlýtur Alþýðubandalagið að gera
stærri kröfur til sjálfs sín en nokkru sinni fyrr.
Nú er það verkefni Alþýðubandalagsins að setja
fram kröfur um breytingar á þjóðfélaginu, sem eru
þannig vaxnar að launafólk geti fylkt sér um þær
I kjarabaráttu og kosningaslag. Því aðeins er unnt
að ætlast til þess af verkaýðshreyfingunni að hún
taki þátt I að koma pólitískum kröfum I framkvæmd,
að félagsmenn hennar hafi tekið virkan þátt I að
móta þær. Við slíkar aðstæður einar getur verka-
lýðshreyfingin stutt rikisstjórnir I þessu landi
stéttabaráttunnar.
I liðnu verkfalli tókum við íslenskir sósíalistar
af fullum krafti undir kröfur verkalýðssamtakanna.
En við vorum ekki nægilega duglegir við að sýna
fram á hvernig þeim ætti að koma I framkvæmd.
Því að það er staðreynd sem ekki verður á móti
mælt að það er ekki hægt að tryggja raunverulegar
kauphækkanir, raunverulega lífskjarabót alþýðunn-
ar, án þess að gjörbreyta þjóðfélaginu.
Og hvað skal gera, hvernig skal breyta? Ég
vil leyfa mér að nefna hér nokkur atriði, sem ég
tel liggja beint við að benda á I efnahagsmálaum-
ræðunni á Islandi um þessar mundir:
I fyrsta lagi verður að stöðva sóun þá sem á
sér stað i versluninni. Hér á landi eru um 2000
smásöluverslanir og 500 heildverslanir. Heildversl-
unin veður I gjaldeyrinum þrátt fyrir gjaldeyrisskort
og sífelld erlend lán. Þetta á að stöðva með því
að setja innflutningsverzlunina eða þýðingarmikla
þætti hennar að minnsta kosti undir félagslega
stjórn. Má i því sambandi nefna olíuverslunina,
innflutning á byggingavörum, innflutning á bifreið-
um og skyldum tækjum. I þessu sambandi er ég
ekki að tala um að rikið loki þeim verslunum sem
nú fara með þessi viðskipti, heldur að innflutning-
urinn sem slíkur verði háður skynsamiegu eftirlitl.
I öðru lagi þarf að taka upp raunhæfa áætlana-
gerð I stað þeirra einskisnýtu óskalista sem nú eru
kallaðir áætlanir og framleiddir á færibandi I fram-
kvæmdastofnuninni. I þessari áætlanagerð þarf að
raða framkvæmdum rikisins, sveitarfélaga og einka-
aðila I forgangsröð þar sem tillit er tekið til fjár-
hagslegrar getu, skynsamlegrar nýtingar vinnuafls
og fleiri þátta. I slikri áætlanagerð þarf að taka
algerlega fyrir stækkun þeirrar þungu yfirbygging-
ar, sem er að sliga allt þjóðfélagið og beita þarf ráð-
stöfunum til þess að draga úr þessari yfirbygg-
ingu. I þessu sambandi má minna á bankana og
tryggingafélögin 15.
Hina þjóðfélagslegu sóun I verslun og fjárfest-
ingu verður að stöðva. Þar með sparast miljarðar
króna.
88