Réttur - 01.04.1976, Side 27
Þa8 ber og til tíðinda í máli þessu að dómsmála-
ráðherra landsins sór á alþingi að flokkur hans
hefði aldrei nokkurn tímann haft neinskonar fjár-
málaleg viðskipti við veitingahúsið Klúbbinn. Ekki
var prentsvertan þornuð á ræðuhöldum þess mekt-
armanns þegar uppvíst varð um það gagnstæða;
flokkur hans hafði verið I samskiptum við veitinga-
húsið og það eigi alllitlum. Hafði veitingamaður-
inn átt inni hjá Framsóknarflokknum að minnsta
kosti fimm miljónir króna, en skiptum flokksins og
veitingamannsins lauk þó með þeim sérkennilega
hætti að hann gaf eftir kröfuna en tók I staðinn að
láni hjá flokknum 2,5 miljónir króna.
Enn þykir almenningi kostulegt við mál þetta
hvað Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra var
viðbragðsfljótur að láta opna klúbb þennan. Taldi
hann að lögreglustjórinn I Reykjavík hefði beitt
geðþóttalokun sem væri hin mesta ósvinna og var
ráðherrann því fljótur til að vanda að standa vörð
um réttlætið. Hann opnaði veitingahúsið. En sömu
dagana var gengið frá skuldabréfi á skrifstofu
Framsóknarflokksins fyrir áðurnefndu tveggja og
hálfrar miljónar króna láni.
Islenska réttarkerfið hefur alltaf og ævinlega ver-
ið I höndum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar-
flokksins að undanteknum fáeinum mánuðum I
höndum Alþýðuflokksins. Þessir flokkar, mafíurnar
í þeim, bera ábyrgð á þessu kerfi og þær hafa
viljað hafa það algerlega lokað fyrir öðrum mönn-
um. Það er tam. eftirminnilegt þegar Ihaldið hrópaði
hástöfum og fullt vandlætingar um það I málgögn-
um sínum þegar unnið var að myndun vinstri stjórn-
arinnar að vísast fengi Alþýðubandalagið dóms-
málaráðuneytið. Það hafði auðvitað aldrei komið til
tals, en upphrópun íhaldsins var til marks um þann
ótta sem ríkir á þeim bænum.
Við íslenskir sósíalistar þurfum að svara þeim
kröfum sem til okkar eru gerðar i landhelgismálinu
og í efnahagsmálum, en okkur ber ekki síður skylda
til þess að svara I þessum málum. Við getum ma.
svarað með því að benda á að þar sem sósíalistar
hafa verið í fyrirsvari hafa ekki komið upp þau
einkenni spillingar og rotnunar sem hvarvetna hefur
gætt í valdaslóð mafíuflokkanna.
En af hverju hafa þessi mál orðið til? Hvernig
stendur á því að á Islandi eiga sér stað glæpir
sem við héldum til þessa að aðeins væru til i
útlandinu?
Ég fullyrði þó að meginástæðan fyrir þessum
glæpamálum séu sú spilling og það niðurrif mann-
gildisins sem hefur fylgt peningadýrkun afturhalds-
ins á Islandi á undanförnum áratugum samfara
trylltu kapphlaupi undan verðbólgubálinu. Þjóðfé-
lag frjálsrar samkeppni er þetta kallað. Gróði, og
aftur gróði öskrar formaður Sjálfstæðisflokksins.
I slíku þjóðfélagi er það beinlínis rökrétt að stela;
sá sem stelur verður ríkastur, hvort sem hann
smyglar spíra eða stelur verðbólgugróða. Verðbólg-
an er bein undirstaða þessa spillta hugsunarháttar
sem hvarvetna gerir vart við sig, en sést I sann-
astri mynd í þeim glæpamálum sem hér hafa verið
gerð að umtalsefni.
Einhvern tíma hefði það þótt til tíðinda að draga
sora af þessu tagi inn í almenna stjórnmálaumræðu.
En þessi mál eru dagskrármál í dag og þetta eru
pólitísk mál, þeir sem bera ábyrgðina eru stjórn-
málamenn ekki siður en ákveðnir embættismenn og
okkur er skylt að fjalla um slik mál. Þá kröfu gerir
almenningur til okkar.
HRÓPAÐ Á SÓSÍALÍSK ÚRRÆÐI
Ég hef nú lýst nokkrum atriðum íslenskrar þjóð-
málaumræðu um þessar mundir:
1. Landhelg'smálið hefur opnað augu fólks
fyrir okkar stefnu í utanríkismálum og svarta
skýrslan hefur opnað augu almennings fyrir
nauðsyn heildarstjórnar I atvinnumálum í heild.
2. Umræðurnar um kjaramálin hafa gert öll-
um hugsandi mönnum Ijóst að þvi aðeins er
unnt að tryggja raunhæfar kjarabætur og raun-
hæf lifskjör að þjóðfélaginu sé breytt, að sam-
an fari fagleg barátta verkalýðshreyfingarinnar
og pólitisk barátta islenskra sósíalista.
3. Umræðan um sakamálin hefur gert fólki
Ijóst að brýn nauðsyn er á heiðarlegri forustu
í réttarfarskerfi okkar. Einnig hefur þessi um-
ræða gert fólki Ijóst að forsenda heiðarlegrar
stjórnunarhátta er að afnema gróðann sem
undirstöðu alls verðmæta- og gildismats; í
staðinn verður að koma trúin á manngildið
og getu þess.
Allstaðar í þessum efnum er beinlinis hrópað
á sósialisk úrræði. Og ég verð að viðurkenna að
þessar eindregnu kröfur um sósialisk úrræði eru
ekki síst hægristjórninni að þakka. Það er kost-
urinn við hana! Hún hefur afhjúpað „velferðar-
þjóðfélagið."
Ekki er minnsti vafi á því að Alþýðubandalagið
91