Réttur - 01.04.1976, Page 29
Ríkisstjórn hryðjuverkanna
— „verndari” Islands
„En fyrst skal ormurinn út úr skel,
og afskræmi tímans sjást svo vcl
að ranglivcrfan öll snúi út!“
H. Ibsen: Víg Lincolns
(Þýðing Matt. Joch.)
Það er vitað að mikið er um glæpi í Banda-
ríkjunum og að beinar glæpamanna-mafíur ráða
10% if öllu fjármagni í hlutafélögum þar i
landi, eigi aðeins spilavítum, pútnahúsum, eitur-
lyfjasölu og slíku, heldur og venjulegum versl-
unarfyrirtækjum, sem notuð eru sem skálkaskjól.
Ýmsir óttast að þessi „ameríska menning" sé
nú að eitra einnig um sig á íslandi, einkum út
frá eiturkýlinu á Keflavíkurflugvelli.
Það er og vitað hvernig auðvald Bandaríki-
anna hefur í heila öld beitt dómstólum lands-
ins í þjónustu sinni gegn verkalýðshreyfingunni
með dómsmorðum gegn áhugafólki allt frá tím
um „Molly Maguircs1-,, Chicago-dómsmorðunum,
Joc Hill, Sacco-Vansetti-morðunum og til
nútímans.
Það er ennfremur vitað hve vægðarlaus her-
stjórn Bandaríkjanna er í styrjöld og hvemig
hún þá svífst einskis, brýtur allt alþjóðasam-
komulag um styrjaldarrekstur, gerir sig seka um
þá stríðsglæpi, sem hún lét dæma aðra fyrir.
Það er nóg að minna á múgmorðin með atom-
sprengjunum í Hiroshima og Nagasaki 1945 og
múgmorðin og citranirnar í Vietnam.
En það er ekki ætlunin að ræða neitt af þess-
um „hefðbundnu“ glæpum og moröum hér.
Það skortir ekki heilaga vandlætingu í borg-
arablöðum, þegar Palestínu-arabar eða aðrir slík-
ir beita hryðjuverkum í sinni pólitísku baráttu.
En nú ltefur það sannast óvcfengjanlega mcð
játningum fyrir rannsóknarncfnd Bandarikja-
þings, að undir handlciðslu rikisstjórnar Banda-
ríkjanna — og þá fyrst og frcmst forscta og ut-
anríkisráðlicrra, — licfur í þrjá úratugi starfað
bein hryðjuverkastjóm undir yfirskyni njósna:
CIA (Central Intelligence Agency — Miðstöð
upplýsingaþjónustu), upphaflega skipulögð af
Allan Dulles, bróður Jolin Fostcr Dullcs, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, er þau hófu kalda
stríöið.
Pólitísk morð eru vissulega ekki nýtt fyrir-
brigði í Bandaríkjunum að undirlagi voldugra
aðila þar.
Abraham Lincoln, forseti, var myrtur fyrir
rúmri öld, að líkindum að undirlagi afturhalds-
klíku, sem aldrei var flett ofan af. — Jamcs A.
Garficld forseti var myrtur 16 árum síðar, grun-
ur lék á að voldug klíka í forustu Republikana-
flokksins hafi staðið að baki.
Árið 1913 var Francisco Madero forseti Mexí-
co og varaforsetinn José Maria Pino Suárez
myrtir. Ambassador Bandaríkjanna, Lanc Wilson,
og Victoriano Huerta hershöfðingi voru taldir
ráðbanar þeirra.
Árið 1924 var Julio Antonis Mclla, leiðtogi
hinnar róttæku frelsishreyfingar alþýðu á Kúbu,
myrtur af S. Machado, einræðisherra Kúbu, að
undirlagi Bandaríkjastjórnar.
Árið 1934 var hetja alþýðunnar í Nicaragua
Augusto Ccsar Sandino skotinn af foringja þjóð-
varðliðsins A. Somoza að undirlagi Bandaríkja-
stjómar. Talið er og að skipunin um að skjóta
Jcsús Mcnéndes, leiðtoga verkamanna, er unnu
í sykuriðnaðinum á Kúbu, árið 1948, hafi verið
gefin í Washington.
En með tilkomu CIA setur Allan Dulles
93