Réttur


Réttur - 01.04.1976, Page 48

Réttur - 01.04.1976, Page 48
borgaðra launa og ráðstöfunartekna — eða milli launakostnadar fyrirtæk.ja og kaupmátt- ar almennings stækkaði. Fyrirtækin heimtuðu lækkaðan launakostnað, launafólk óbreyttan eða aukinn kaupmátt. Verkefni hins opinbera urðu æ risavaxnari og tekjuþörf þess meiri. Um leið og ríkið tók á sig þá kvöð að tryggja rekstrarafkomu ativnnuveganna, ýtti það undir fyrirtækin að velta auknum launakostn- aði út í verðlagið sbr. samningana vorið 1974. Er hægt að leysa framleiðslukreppuna? Framleiðslukreppuna má leysa eftir þrem- ur leiðum. I fyrsta lagi má bjarga gróðaleysinu með því að lækka launin. Það væri að velta krepp- unni yfir á almenning. Þá fengist fram lækk- að launahlutfall sem gæfi fjármagninu aukið svigrúm. Þetta hefur núverandi ríkisstjórn tekist að marki Síðasta kjaradeila styrkir þá skoðun. Þetta er hefðbundin auðvaldsleið. I öðru lagi má skera stórlega niður opin- beran rekstur. Að vísu væri í því tilfelli eink- um um að ræða margskonar peningatilfærsl- ur s.s. almennatryggingar, heilbrigðismál, menntamál o. fl. því um líkt. Svokölluð þjónusta við atvinnuvegina yrði að vera nokkurnveginn óbreytt en þó frekar aukast til að tryggja viðgang framleiðslunnar. Þetta er leið glístrúpanna, dagblaðsmanna og nokkurra skrautfjaðra í hægra væng íhaldsarnarins. Ffvorug þessi leið getur verið leið sósíalista, ekki heldur nein blanda úr þeim. I þriðja lagi má draga stórlega úr notkun fastafjármuna og taka upp mjög einbeitta stjórn fjárfestingarmála. Þetta jafngildir því að losna verði við einhver framleiðslutæki, hætta byggingu lúx- usíbúða og verslunarhalla og losa þannig um ráðstöfun ákveðins hluta þjóðartekna. Þessi leið kallar á þjóðnýtingu í ríkum mæli, því atvinnutækin verða trauðlega tekin úr um- ferð nema eitthvað annað komi í staðinn. Að leggja eða selja togara á Islandi gemr þýtt að eyða einu þorpi, og í því getur ekki talist nein lausn. Þessa leið verð- ur að fara í hvaða formi sem það kann að gerast. Þetta er eina leiðin sem getur haft í sér sósíalískan frjóanga. III. ÍSLENSK FJÁRFESTINGARKREPPA Það sem hér hefur verið sagt um fram- leiðslukreppuna tók fyrst og fremst mið af þróunartilburðum hins evrópska og ameríska kapítalisma. Margt af því sem þar var sagt er auðvelt að heimfæra upp á þróunina hér heima en ekki allt. Verðbólgan er fjöl- þættari og samtvinnaðri hagkerfinu hér, einkum vegna stöðu sjávarútvegsins. Fjárfestingarkreppan er sameiginlegt þró- unareinkenni hagkerfisins, þótt ýmislegt sé þó frábrugðið. Við höfum bæði fjárfest of mik- ið, sem er alþjóðlegt einkenni, en við höfum einnig fjárfest í röngum viðfangsefnum, sem er íslenskt fyrirbæri. Ekki þar með sagt að aðrar þjóðir fjárfesti ekki rangt, heldur hitt að hjá okkur yfirgnæfa vitlausu fjárfesting- arnar. Við athugun á þróun fjárfestingar sjáum við að hlutur hennar fer vaxandi. A tímabil- inu 1950—1954 nemur hún 26,2% af þjóð- artekjum. Tuttugu árum seinna eða 1970— 1974 er þetta hlutfall komið upp í 29,4%. Þetta þýðir að við notum sífellt stærri hluta af þjóðartekjum okkar í fjárfestingu.. Þetta væri nú ekkert sérstakt alvörumál, ef þessi mikla og vaxandi fjárfesting skilaði sér í enn 112

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.