Réttur - 01.04.1976, Blaðsíða 54
núna, verður aðeins mögulegt ef það er orð-
fœrt á meðan það er ómögulegt.
Þær aðgerðir sem þarf að gera eru þessar
helstar:
a) Þjóðnýta þarf sölusamtök sjávarútvegsins
og stærstu fiskiðjuverin og ná þannig tök-
um á tekjusveiflum í sjávarútveginum og
sókninni í fiskstofnana. Þjóðnýting stuðl-
aði tvímælalaust að skynsamlegri nýtingu
bæði í veiðum og vinnslu og sparaði veru-
legt fjármagn. Hún gerði í auknu mæli
kleift að jafna afla á vinnslustöðvar, sem
gæti dregið úr þörfinni á nýum fiski-
skipum á fleiri staði.
b) Innflutningsverslunina verður annaðhvort
að þjóðnýta að hluta eða gjörbreyta verð-
lagseftirlitinu frá því sem nú er. Verð-
lagseftirlitið á að reyna að stjórna verð-
inu inn í landið fremur en útsöluverði
innanlands sem er heldur gagnslítið eins
og reynslan hefur sýnt okkur.
c) Erlendar lántökur þarf að skera niður og
aðeins leyfa í brýnustu þörf. Miða verður
magn fjárfestingarinnar næstu árin við
innlendan sparnað. Þetta verður að gilda
basði fyrir hið opinbera og einkaaðila.
d) Beina þarf hluta flotans í lítt eða ekkert
nýttar fisktegundir. Slíkar veiðar ber að
örfa með styrkjum í fyrstu og kenna fólki
að nýta sér þær.
e) Stórefla verður iðnað landsmanna. Eink-
um þann iðnað sem er bundinn veru-
legri orkunotkun og þjónustu við sjávar-
útveg. Við getum stóraukið iðnað sem
kemur í staðinn fyrir innflutning, ekki
síst hvað snertir skipasmíðar, því þótt
ekki sé þörf á stóraukningu þar nú á sér
alltaf stað eðlileg endurnýjun. Hér eru
fögur orð ekki nægileg. A meðan megin
þungi fjárfestingar er enn í sjávárútvegi
og landbúnaði, er tómt mál að tala um
átak í iðnþróun.
f) Taka þarf upp áætlunarbúskap á Islandi,
því þar verður aldrei hægt að stjórna
efnahagslífi í þágu alþýðunnar án þess
að líta á það sem eina heild, en áætlunar-
búskapur er slík heildarstýring.
Hér hefur verið minnst á mörg stórmál, en
þó fleirum sleppt. Þar á ég við framkvæmda-
hlið málsins. Alþýðubandalagið verður hér
að standa í stafni og stýra þeim. Sú sögu-
lega skylda hvílir nú á flokki okkar. Bregð-
ist hann henni, væri það mikið áfall sjálf-
stæðisbaráttu íslenskrar alþýðu.
Þröstur Ólafsson.
118