Réttur


Réttur - 01.04.1976, Side 56

Réttur - 01.04.1976, Side 56
ert gert fram að þessu til að stöðva framferði harðstjóranna þar eða framfylgja ákvörðunum Sam- einuðu þjóðanna um þann á þessi lönd. Hafa Bandaríkin verið hin verstu viðureignar I þessu. Fjárfesting þandarískra fyrirtækja í Suður-Afríku óx úr 140 miljónum dollara 1950 upp i 750 miljónir 1970. En nú eru herrar auðsins orðnir hræddir Hlutaþréfin í gullnámunum féllu daglega um 1% á kauphöllinni í Jóhannesburg. I London lækkuðu þau um 20% frá febrúar til apríl. Fjármálamenn Vestur-Evrópu þorðu nýlega vart að kaupa skulda- bréf, sem stjórn Suður-Afríku bauð til sölu á Euro- dollaramarkaðinum. Demantasalar í Suður-Afriku giska á að einstaklingar smygli mánaðarlega gim- steinum, sem metnir eru á 1800 miljónir króna út úr landinu til að búa sig undir flóttann. Vissar gim- steinategundir eru horfnar af markaðnum þar. Callaghan, sem nú er forsætisráðherra Bretlands, lýsti því yfir fyrir nokkru, að hann væri orðinn nær vonlaus um að hægt yrði að telja Jan Smith, harð- stjóra Rhodesíu, á að hverfa af þeirri leið, er leiddi landið til ,,dauða og eyðileggingar". Vorster, for- sætisráðherra Suður-Afríku, sagði eftir að samn- ingatilraunir Smith við hægfara blökkumannaleið- togann Nkomo mistókust: „Það sem nú mun gerast, er hræðilegt". Auðvald breytir um aðferð Ameríska auðvaldið er það hrætt að það sér að ekki má við svo búið standa. Það verður að láta undan sókn blökkumanna tii þess að bjarga því sem bjargað verður. Rúm 300 bandarísk stórfyrirtæki hafa fjárfest í Suður-Afríku, þar á meðal auðjöfrar eins og GEN- ERAL MOTORS, IBM og ITT. 12. apríl skýrði þýska tímaritið „Spiegel" frá þvi að fyrir nokkrum vikum hafi fulltrúar 16 voldugustu auðfélaganna komið saman á leynifund í SANDS POINT i New-York-ríki í stórhýsi því, sem IBM menntar forstjóra sina í. Var þar ákveðið að auðhringirnir skyldu, til þess að reyna að bjarga fyrirtækjum sinum þar, leggjast á sveif með svarta meirihlutanum i Suður-Afriku. I apríl fór siðan Kissinger til nokkurra rikja i Suður-Afriku, til þess að tilkynna stefnubreytingu Bandarikjastjórnar í samræmi við ákvarðanir auð- félaganna. Sem hlýðinn erindreki húsbændanna hafði hann nú fögur orð um rétt meirihlutans til að stjórna, — réttinn, sem sú stjórn ekki viðurkenndi i reynd fyrr en vopnaðir blökkumenn voru viðbúnir til uppreisnar. * ★ ☆ Enn er ekki séð hvort hvítu harðstjórarnir í Rhodesíu og Suður-Afríku láta undan áður en holskeflan skellur yfir þá. Abram Fischer,1) þessi ágæti foringi Kommún- istaflokks S.-Afríku, hafði aðvarað þá: sagði í yfir- lýsingunni eftir fangelsun sína 1966 að ef valda- kerfi kúgaranna yrði ekki gerbreytt þá leiddi það til „ægilegs blóðbaðs og borgarastyrjaldar". Hvítu harðstjórarnir svöruðu þá með því að dæma þenn- an Búa, fyrirmynd manngöfginnar, til ævilangs fang- elsis og láta hann kveljast til bana í dyflissunni á Robben Island, þar sem bestu foringjar róttæku svertingjanna, Mandela og aðrir dvelja enn. En steinblindir ofstækismenn yfirstéttarinnar eru að byrja að sjá að dómsdagurinn er að skella yfir. En læra þeir að láta undan síga í tíma? SKÝRINGAR: V Um Abram Fischer má lesa í Rétti 1975, bls. 105—110, og 1966, bls. 207—215. Þeim, sem vilja fylgjast með i frelsisbaráttu hinna undirokuðu i suðurhluta Afriku, skal sér- staklega bent á þessi tvö tímarit: „The African Communist“, ársfjórðungsrit, kostar 4 dollara á ári. Pantanir sendist til Inkululeko Publications, 39 Goodge Street, London W.l. „Sechaba“, kostar 6 dollara á ári, heimilisfang: 49 Rathbone Street, London, W.IA — 4 NL.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.