Réttur


Réttur - 01.04.1976, Page 59

Réttur - 01.04.1976, Page 59
Marchais ræðir við fulltrúa Vietnam. fyrir „þýðuræðu” Krústjovs 1956. Nú hafa leiðtogar flokksins sett sér að fjölga flokks- mönnum um 100 þúsund á þessu ári. Það er ekki óraunhæft takmark, þar sem 90 þúsund nýir félagar gengu í hann á síðasta ári. Takist þetta mun það enn auka áhrif ungs fólks í flokknum. Það leikur e-nginn vafi á því að stór hluti æskufólks í Frakklandi hetur fylkt sér um kommúnistaflokkinn eftir að hafa kynnst því að byltingarórar geta orðið vatn á myllu stór- kapítalsins og handlangara þess í ríkisstjórn. Jafnframt hafði valdarán herforingjanna í Chile og örlög Allende mikil áhrif. Sú niðurstaða virðist hafa verið dregin af þessum atburðum, að áður en hægt sé að takast á við núverandi valdastétt í háþróuöu kapítalísku þjóðfélagi þurfi að mennta al- þýðuna í sósíalískri meðvitund og til ábyrgð- arstarfa í sósíalískri umsköpun, og breikka þannig og styrkja valdagrundvöll sósíalista. Allt bendir því til að franskir kommúnistar nái verulegum árangri í sínu flokksstarfi og innviðir flokksins séu sterkir. Spurningin er miklu frekar sú hvort honum tekst að koma boðskap sínum út til franskrar alþýðu, sann- færa hana um einlægni hans. Það er á því sem það veltur hvort franski kommúnista- flokkurinn verður á næstu árum sá fjölda- flokkur, sem að er stefnt, og forystuafl í þeirri samfylkingu vinstri afla, sem miðar að alþýðuvöldum í Frakklandi, „alþýðuvöld- um í frönskum fánalitum" eins og Marchais, aðalritari flokksins komst að orði. 123

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.