Réttur


Réttur - 01.04.1976, Síða 62

Réttur - 01.04.1976, Síða 62
nokkru sinni fyrr, jafnvel meir en þegar styrjöldin var verst.“ Frá 1896 hafa auðmenn ráðið báðum aðalflokk- um Bandaríkjanna og auðvald gagnsýrt þjóðlíf þeirra. Það var það, sem þeir Matthías Jochumsson og Þorsteinn Erlingsson strax fundu, er þeir komu þangað vestur 1893 og 1896 og slökti hjá þeim hrifninguna, sem áður birtist t.d. í „Vestmönnum" hjá Þorsteini. Þegar auðmannastétt Bandaríkjanna skóp At- lantshafsbandalagið, treysti hún á að geta notað lýðræðið sem skálkaskjól fyrir auðdrottnun sína og annarra. Ef það skálkaskjól brigðist, þá var að þurrka það út, — ef hún gat, — eins og í Chile. Sósíalískur verkalýður Vestur-Evrópu er nú að byrja að búa sig undir að sjá um að hún geti það ekki, — það verði hægt að beita lýðræðinu gegn einræði peningavaldsins, án þess furstar auðsins fái að gert. I Vestur-Evrópu býr fjölmennasti og best mennt- aði verkalýður heims. I VesturEvrópu eru djörfustu frelsishugsjónir mannkynsins, draumarnir um lýð- ræði og sameignarþjóðfélag upprunnir. I Vestur- Evrópu er marxisminn sjálfur til orðinn, — undir hann runnu þrjár meginstoðir: Þýsk heimspeki, franskur hugsjóna-sósíalismi og ensk hagfræði.3* Þegar sósíalisminn sigraði í Vestur-Evrópu og fullkomnaði lýðræðið þar, væri hann svo að segja að koma heim til sín eftir mikla sigurför um heim- inn: Byltingar í Rússlandi, Kína, Vietnam, Angolu, Kúbu — svo nokkur viðkomulönd séu nefnd. Bandaríkjaauðvaldið myndi til að byrja með fyrst og fremst treysta á þýsku auðmannastéttina, hinn forna frumkvöðul og herra fasismans, til að hindra sósialíska þróun í Vestur-Evrópu. En það væri ekki vænlegt til árangurs að ætla að fela þeim gömlu böðlum þjóðfrelsis og iýðræðis að þerja niður sósíalistíska lýðræðisþróun í Vestur-Evrópu. Sporin hræða. Það myndi mistakast. Valdið yfir Vestur-Evrópu ræður úrslitum i stétta- baráttunni í heiminum: Meðan Vestur-Evrópa er auðvaldsins — með því undarlega „lýðræðis- úti- búi Tyrklandi sem skotpalli gegn Sovétríkjunum ásamt 1000 herstöðvum Bandarikjanna umhverfis þau — finna Sovétríkin sig umkringd og sér ógnað. Ráði alþýðan Vestur-Evrópu og taki að þróa þar sósíalisma á lýðræðisgrundvelli gerist tvennt í senn: 1) Alþýða Sovétríkjanna og annarra sósíal- istískra landa sannfærist um að lokið sé „umsát- ursástandinu" og friður tryggður, þótt svo Vestur- Evrópulönd séu enn í Nato, en án bandarískra her- stöðva. — 2) Bandarikin sætta sig við orðinn hlut: átta sig á því að þau eru orðin síðasta auðvalds- stórveldi heims — og baráttan þar verður raun- verulega um hvort tekið skuli upp einhverskonar hernaðareinræði samfara ofstækisfuliri ein- angrunarstefnu eða hvort auðvaldið skuli reyna að ná sem viðunanlegustum viðskiptum við hinn „gamla heim" sem nú væri að verða hinn nýi heimur sósíalismans og sitja meðan sætt er að auðlindum Ameriku uns alþýða þeirrar heimsálfu segir því að þess tímar séu liðnir. En meðan sú stund ekki kemur, þá þyki auðmannastétt Ameríku þó skömminni skárra að vera í bandalagi við Vest- ur-Evrópulönd, sem væru á leið til sósíalismans, en einangra sig frá þeim, er þau gerðust svo ósvíf- in að taka lýðræðið alvarlega og klekkja á pen- ingavaldinu. En er ekki öll hugmynd um sigur sósíalisma í V-Evrópu á næstu áratugum aðeins óskadraum- ur? Bylting í Rússlandi, Kina og Kúbu var og eitt sinn óskadraumur nokkurra útlaga. Leiðir heimsbyltingar sósíalismans eru margar og ólíkar. Það hættulegasta fyrir marxista er að einblína á eina einustu leið, líta á eitt ríki á leið til sósíalisma, sem hið eina rétta. Rétttrúnaður og ofstæki hefur gert sósíalismanum eins mikinn skaða og nokkur afsláttur og svik einstakra for- ingja. Höfuðatriðið er að halda huganum heiðum og hagnýta hvaða aðstöðu sem gefst til þess að hnekkja valdi og ítökum voldugasta og hættuleg- asta andstæðings sósíalismans, auðvaldi Banda- ríkjanna og herveldi þess. SKÝRINGAR: Sjá nánar um þetta í grein minni „ísland og Ameríka", í Rétti 1947. a) Sjá Engels: „Þróun sósíalismans" í „Marx- Engels: Úrvalsrit". 126

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.