Réttur - 01.04.1976, Side 71
RITSJÁ
Björn Th. Björnsson: Haustskip.
Mál og menning 1975.
Björn Th. hefur hér ritað bok,
sem er einstök í sinni gerð: Sum-
part strang-vísindaleg sögurann-
sókn, er leiðir i Ijós þætti í her-
leiðingu íslensku nýlenduþrælanna
á 18. öld einkum um flutninga til
Finnmerkur, studd nákvæmustu
heimildum, — sumpart skáldskap-
ur um örlög þessara manna,
snjallir þættir og lýsingar, en inn-
an takmarka þess er heimildirnar
leyfa. Verður úr þessu eigi aðeins
hin fróðlegasta frásögn, heldur og
hin besta þjóðlífslýsing á kjörum
íslensks alþýðufólks um miðbik
18. aldar og nokkrar svipmyndir
af svalllífi íslensku yfirstéttarinn-
ar, sýslumannanna og slikra.
Jón Aðils lýsti forðum daga í
„Einokunarverslun Dana á fslandi"
hlutverki þeirra „vetrarprangara",
sýslumanna, presta og stórbænda,
er keyptu vörur af dönsku einok-
unarkaupmönnunum að hausti og
okruðu á þeim við fátækan al-
menning, er að svarf um vetur.
Björn Th. dregur nú upp myndina
af hvernig sýslumenn og aðrir er-
indrekar yfirstéttarvaldsins taka
við þegar kaupmenn og vetrar-
prangarar höfðu rúið alþýðu inn
að skyrtunni og dæma fátæka
menn til hryllilegustu pintinga eða
dauða fyrir að stela sér til matar
eða jafnvel aðeins að taka sinn
eigin hlut af framleiðslunni. — I
borgaralegri sagnaritun er oft
mikið gert úr þvi, er alþýða
manna á þessum öldum, svo sem
i Frakklandi 1794, ris upp og lætur
hálshöggva ýmsa óbótamenn yfir-
stéttarinnar og það kallað ógnar-
stjórn af því það kemur niður á
hyski því, sem pint hafði alþýðu
öldum saman, en lifað sjálft í vel-
lystingum pragtuglega. En bók
Björns Th. sannar m.a. að drottn-
un yfirstéttar þessara tíma var ein
samfelld ógnarstjórn um ár sem
aldir, ógnarstjórn yfirstéttar gagn-
vart varnarlausum smælingjum
lengst af og er þá ekki rætt um
blóðstjórn þá, er slíkar yfirstéttir
komu á, ef þessir kúguðu smæl-
ingjar dirfðust að rísa upp gegn
kúguninni og berjast fyrir mann-
réttindum sér til handa.
Björn Th. rekur mörg dæmin um
það refsiæði, er einkenndi dóm-
arastéttina mestalla, þegar brjóta
átti á bak aftur alla viðleitni fá-
tæks fólks til að fullnægja lífs-
bjargar- eða kynhvötum sínum. Og
dómarastéttin var þar ekki ein að
verki við að tryggja dönsku ein-
okunardrottnunum þæga og undir-
gefna nýlenduþjóð. Björn Sigfús-
son skilgreindi þetta ferli forðum
daga í „Neistum“ (bls. 227) með
þessum orðum: „En öflin, sem
þurftu að einoka Island verslunar-
lega og trúarpólitískt í senn máttu
engu sliku jafntefli una, þau urðu
að umskapa Islendinga í auð-
sveipa nýlenduþjóð eða bíða ósig-
ur ella með timanum, og til þeirr-
ar umsköpunar dugði ekkert minna
en refsingaæðið jafnt i sálmum
sem sakadómum og allar tortím-
ingaraðferðir hallæra og höndlun-
ar sameiginlega."
Björn Th. rekur j sinni ágætu
bók nokkur dæmi — og sögur —
um refsingarnar fyrir fullnægingu
kynhvatarinnar — og mætti vissu-
lega einhverntima rekja itarlega
þann þátt, sem það óhugnanlega
sambland af ofstæki, hræsni og
hjátrú, sem kallað var lútersk
kristni, átti í hinum villimannlegu
kúgunaraðferðum þessara tima. Á
því skeiði, er Björn segir frá, naut
ekki lengur við þeirra andlegu
stórmenna kristninnar, sem þorðu
að rísa upp gegn yfirstéttinni og
tyfta hana í anda upprunalegrar
uppreisnarstefnu frumkristninnar
eins og þeir gerðu Jón biskup
Vidalín eða séra Hallgrímur.
Bók Björns Th. mun skapa í
hugum Islendinga réttari mynd af
þjóðlifinu um miðbik 18. aldar en
áður var. Birtan, sem lagði af
mönnum eins og Eggert og Skúla,
— og siðar Magnúsi Stephensen
—, villti mönnum að nokkru leyti
sýn, sakir þess hve drengilega
þeir börðust gegn erlendu kúgur-
unum og bandamönnum þeirra og
erindrekum innanlands, —- en hve
djúpt niður I myrkrið lagði birtuna
frá þeim á þessu skeiði? Orðatil-
tækið fræga um viðbrögðin þá
Skúli varð landfógeti, — „hvernig
getur slikur djöfull sem landfóget-
inn verið íslenskur maður," —
sýnir þó hinsvegar eins og fleira,
að niðri í djúpunum hjá þrautpíndri
alþýðu logaði enn óspillt hatrið á
kúgurunum — og það varð gæfa
íslands að aldrei tókst að siökkva
það til fulls, þrátt fyrir alla refsi-
dóma þessa lífs og annars.
Björn Th. á þakkir skilið fyrir
þessa bók, bæði sem sagnfræð-
ingur og skáld.
Það er mikill fengur að hinum
ágætu myndum Hilmars Þ. Helga-
sonar, þær eru vissulega I sam-
ræmi við frásögnina og þjóðlífið
þá. Væri mikill fengur að þvi að
fá fleiri rit um íslenska sögu
myndskreytt á slikan hátt. E.O.
135