Réttur


Réttur - 01.08.1976, Qupperneq 2

Réttur - 01.08.1976, Qupperneq 2
nógu gamlir til þess að hægt sé að græða á þeim við vínsölu, — í stað þess að reisa handa þeim fagrar menningarmiðstöðvar: æskulýðshallir i stað verslunarhalla. — Innflutningsverslunin veldur óskaplegri eyðslu og steypir þjóðinni í stórskuldir af því hún er rekin fyrst og fremst í hamslausu gróða- skyni, en ekki til þess að fullnægja raunverulegum þörfum þjóðarinnar. Þannig mætti lengi telja. Gifta lands og þjóðar veltur á því að launastéttir landsins sameinist gegn kúguninni, sem þær eru beittar, gegn ofurvaldi gróðaaflanna í þjóðlífinu. örlög ráðast af því, hvort stór hluti alþýðu landsins lætur blindast enn — eða hvort hún rís upp öll í sínu samtakaveldi, berst og sigrar. ★ ★ ★ Alþjóðamál sósíalismans eru allmikið á dagskrá í þessu hefti. Dauði Maós, Berlínarþing evrópskra kommúnista o. fl. gefa sérstakt tilefni til alvarlegra hugleiðinga. Islenskir sósíalistar þurfa að gera sér það fyllilega Ijóst að við erum einn hluti af heimshreyfingu sósíalismans: kommúnista, sósíaldemó- krata og annarra sósíalista. Við þurfum að líta á þá heimshreyfingu frá háum sjónarhóli, (forðast samt einangrun í fílabeinsturni), hefja okkur upp yfir þann krit, sem stendur heimshreyfingunni fyrir þrifum, en standa fast á grundvelli stefnunnar, tryggir hugsjón sósíalismans, en jafnframt vera minnugir þess að sósíalisminn er í dag eigi aðeins útbreiddasta hreyfing mannkynssögunnar, heldur og sterkasta vald í veröld, þegar allir sósíalistar standa saman, við hvað svo sem þeir kenna sig. En munum og að því valdi, er reisn og hetjuskapur skóp en viska og forsjá festi, fylgja hættur, — hættur misnotkunar, valdhroka og ofstækis, — ef alþýðan er ekki nægilega pólitískt þroskuð og virk, til þess að beita í æ ríkara mæli sjálf sínu póli- tíska valdi. ★ ★ ★ ,,Réttur“ hefur í hálfa öld að sínu litla leyti reynt að vinna að því að skapa og efla þennan pólitíska þroska verkalýðs og allrar alþýðu. Það er honum því mikið fagnaðarefni að finna að sívaxandi fjöldi Islendinga kann að meta þá viðleitni og þakkar þeim verkalýðsfélögum og -samtökum alveg sér- staklega, er senda honum kveðjur á þessum tímamótum. Endanleg frelsun alþýðu verður að vera hennar eigið verk. Enginn foringi, enginn flokkur getur unnið það verk fyrir hana, hve vel sem slíkir aðilar leiða hana jafnvel um örðugustu hjallana, af hve mikilli snilld sem þeir svo grípa tækifærin til sigranna á úrslitastundunum í nafni hennar. Og öll stéttabaráttan í auð- valdsþjóðfélaginu-.beiting samtakanna, efling sósíalistísku flokkanna, öflun fræðslu og þekkingar á mannfélagsmálum, — þarf að vera allri alþýðu skóli til þeirrar sjálfsstjórnar, sem er forsenda þess að sigrarnir, líka loka- sigurinn, nýtist henni til fulls.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.