Réttur


Réttur - 01.08.1976, Page 3

Réttur - 01.08.1976, Page 3
Baldur Öskarsson Verklýðssamtök og verklýðsflokkar: Samstilling kraftanna til pólitískrar umsköpunar i. Tveggja ára valdaseta ríkisstjórnar versl- unarauðvaldsins hefur orðið íslenskri alþýðu dýrkeyptur reynslutími. Svo að segja allt vald í landinu er nú komið á eina hendi gróða- aflanna. Þar fer saman pólitíska valdið, fjár- magnið, yfirráð atvinnutækjanna og ráðstöf- unarfjár almennings í bönkunum og öllum þýðingarmestu þjónustustofnunum í landinu. Þegar allt um þrýmr er stóri heimsvalda- bróðir í vestri kallaður til bjargar. Hugsjónalegir leiðtogar fjármagnsins í forystu flokkanna, sem lýsa stjórnmálastefnu sinni sem pókerspili, hafa líka þorað að leggja vel undir. Peningaöflin í Framsókn- arflokknum og Sjálfstæðisflokknum hafa heldur ekki sparað að rétta fram spilafé, sem foringjarnir hafa auðsveipir launað með því að ganga í hverju máli erinda fjáraflamann- anna. Já, það hefur verið gaman fyrir stjórn- arherrana að sitja við ríkisstjórnarborðið og spila úr kortunum sínum. 139

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.