Réttur


Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 6

Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 6
að losna undan fargi viðreisnaráranna. Þótt flokkurinn hafi beðið mikið afhroð í kosn- ingunum 1971 og enn haldið áfram að minnka í kosningunum 1974 á kostnað hins langa stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokk- inn á viðreisnarárunum, virðist enn vera inn- an hans sterk öfl, sem eiga sér þá ósk heitasta að nýtt viðreisnartímabil sjá dagsins ljós. En þar eru einnig í forysm menn sem vita, að flokkurinn á sér aðeins framtíð verði hann trúr uppruna sínum og standi staðfastur sem málssvari vinnustéttanna. Þeir gera sér grein fyrir því, að flokkurinn er nú ekki stærri en Samtökin vom eftir kosningar 1971, og að- eins einarðleg vinstri stefna og eindreginn smðningur við verkalýðshreyfinguna rétt- lætir tilvist flokksins. Þessir menn vilja líka sem nánast samstarf við Alþýðubandalagið í verkalýðsfélögunum. Enn er nokkuð óljóst hvað ofan á verður innan Alþýðuflokksins, en ætla verður að staða vinstri mannanna styrkist, ekki síst ef um langvarandi stjórnarandstöðu verður að ræða. VI. Sá flokkur sem verkamenn og vinstra fólk verður því fyrst og fremst að byggja á og efla er Alþýðubandalagið. Á því hvílir því mikil ábyrgð. Hlutverk þess er ekki aðeins að veita hugmyndafræðilega leiðsögn um leið Islands til sósíalismans, heldur líka að hafa forystu í pólitískri dægurbarátm alþýð- unnar. Afl þess fer eftir því hve vel tekst að fá menn til þátttöku í virku starfi, bæði að stefnumómn og til styrktar flokknum. Framtíðarheill alþýðu til sjávar og sveita er mjög undir því komin hvernig Alþýðubanda- lagið rækir þetta hlutverk sitt. Að minum dómi er það pólitíska afl, sem verkalýðshreyfingin leitar eftir, öflugra og virkara Alþýðubandalag, sem í traustri sam- vinnu við verkalýðssamtökin gemr boðið íhaldsöflunum byrginn. Ekki er útlit á öðm en peningavaldið muni enn um langa hríð una sér vel í pókernum við ríkisstjórnar- borðið. Þaðan verður það ekki auðveldlega hrakið. Framundan fer því langt og erfitt barátmskeið. I þeirri barátm duga ekki vangavelmr um það hvort stjórnin springi einn góðan veðurdag eða hvort hægt sé að fá annan íhaldsflokkinn til samstarfs. Verkalýðshreyfingin og flokkar hennar verða að nota tímann vel til að treysta sína eigin innviði, vekja alþýðuna til pólitískrar vimndar og búa sig sem best undir það end- urreisnarstarf sem bíður á öllum þjóðlífs- sviðum. 142
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.