Réttur


Réttur - 01.08.1976, Page 8

Réttur - 01.08.1976, Page 8
Guðjón Baldvinsson Þórólfur Sigurðsson Jónas Jónsson frá Hriflu Það var ekki að undra þó Stephan G. tæki sterkt til orða, til að lýsa hrifningu sinni af ritinu2) og Matthías Jochumsson lofaði Guð fyrir gáfur Þórólfs og lýsti sig samþykkan stefnu ritsins. En hugsjónakrafturinn, sem einkennir fyrstu tvo árgangana og krefst svo mikils rúms í þeim — þeir eru um 200 síður hvor — tekur í þriðja árgangi að víkja fyrir valdapólitík Framsóknarflokksins. Hugsjón Þórólfs í Baldursheimi — eins og hánn boðar hana í fyrsta árganginum — náði raunverulega út fyrir hið borgaralega þjóð- félag: annarsvegar útrýming verslunarauð- valdsins með algerum sigri samvinnuhugsjón- arinnar,"' hinsvegar raunveruleg sameign á jörðinni, framkvæmd með jarðskattinum. í þriðja árgangi (1918) birtir Jónas frá Hriflu sína sögulegu grein: „Nýr landsmála- grundvöllur." Þar lýsir hann því hvernig flokkur bænda og millistéttarmanna — er hann kallar „vinstri menn" — skuli verða valdaflokkur landsins með því að halda jafn- vægi milli íhaldssamra atvinnurekenda ann- arsvegar og verkamanna hinsvegar, — vinna með þeim á víxl. Þar er byrjað að grafa tmd- an hugsjónunum um nýtt þjóðfélag sam- hjálpar og réttlætis; flokki verkamanna og jafnaðarstefnunni markaður þröngur bás. Stjórnmálaleiðtoginn í hópi ritnefndar Réttar markar jafnframt Framsóknarflokkn- um bás innan þjóðfélags borgarastéttarinnar: samvinnustefnan skal verða váldatæki í höndum þess flokks, ekki baráttutæki til al- gers sigur yfir verslunarauðvaldi og í stað órofa samvinnu hinna þriggjá „auðjafnaðar-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.