Réttur


Réttur - 01.08.1976, Side 10

Réttur - 01.08.1976, Side 10
Mynd af nokkrum fulltrúum á 2. þingi Alþjóðasambands ungra kommúnista í Moskvu 1920. Þeir Hendrik og Brynjólfur eru lengst tll hægri á myndinni, standandi. Af öðrum fulltrúum þekkjast :Sven Linderot, stand- andi þriðji frá vinstri, Hugo Sillen, standandi áttundi frá vinstri, Oskar Samuelson, sitjandi fjórði frá vinstri (allt forustumenn sænskra kommúnista á vissu skeiði) og Willi Múnzenberg, sitjandi sjötti frá vinstri, en hann var aðalritari og leiðtogi alþjóðasambandsins. erindi, er á einn eða annan hátt boða sósíal- ismann. Og þeir ungu menn, sem fyrst verða heillaðir af róttækum boðskap Henry George í snjöllu riti hans um „Framfarir og fá- tækt'',6) — svo sem Stefán Pétursson og und- irritaður taka með hverju árinu sem líður að færast nær sósíalismanum. En af þeirra hálfu, fyrst og fremst Stefáns, hafði hafist nokkur samvinna við Þórólf. Stefán hafði þýtt grein- ar bæði í árgangana 1920 og 1921. — En 1921 eru þeir báðir orðnir sósíalistar og Stef- án ritar bókina „Byltingin í Rússlandi", sem út kemur vorið 1921.7) Þessi þróun frá georgeisma til sósíalisma er ekki einsdæmi. Sá maður, sem átti máske hugmyndina um útgáfu tímarits eins og „Réttar", Guðjón Baldvinsson frá Böggv isstöðum— maður- inn sem vakti þá Jónas frá Hriflu og Olaf Friðriksson til að hugsa um þjóðfélagsmál, — þróaðist á sama hátt: I bréfi, sem Guðjón, þá 25 ára, skrifar Hólmfríði Pétursdóttþr (síðar á Arnarvatni, þá 18 ára),”) 25. apríl 1910 segir: ,,Þú minntist á Henry Georgel Nú er ég kominn yfir það stig að vera hrifinn af honum. Mér finnst sósíalistar hafa meira til sins máls. Og spái ég því að svo muni einnig fara fyrir þér þegar þú kynnir þér málin frá fleiri hliðum. Ef ég ætti að segja hvar ég eða hverju megin 146

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.