Réttur


Réttur - 01.08.1976, Page 13

Réttur - 01.08.1976, Page 13
Umslagið um bréf Stephans G. ur Þórðarson, Gunnar Benediktsson og Ragn- ar Kvaran lofuðu að skrifa í „Rétt” og efndu það. Félagarnir úr Reykjavík voru ekki þeir einu sem heimsóttu mig — auk minna nán- ustu. Einn góðan veðurdag hringir Jón Guð- mann og segist koma og biður mig ganga móti sér. Það geri ég og hann kemur þá þarna gangandi með fallega unga stúlku við hlið sér. Hann var að kynna mér konuefni sitt, Guðlaugu, sem alla tíð síðan varð hon- um hinn samhenti ástvinur og félagi. Ég minnist þess enn er ég sá þau koma á móti mér svo hamingjusöm og einörð, — vináttan við þau bæði varð ævilöng. Það var yfirleitt mikið rætt um þjóðfé- lagsmálin á Vífilstaðahæli. Ég minnist ekki síst viðræðnanna við Jón Valfells, sem síðan varð einn besti félagi í flokknum á Siglufirði. En aðrir góðir félagar, sem þarna bundust tryggðaböndum, féllu brátt fyrir berklunum, svo sem ungur og efnilegur Hafnfirðingur, Kjartan Jónsson, eða skáldið Olafur Stefáns- son frá Flatey, sem lét mig fá kvæði sitt .,(]thýsing" í „Rétt" og birti fleiri kvæði svipaðs þjóðfélagslegs innihalds í Alþýðu- blaðinu og víðar. Ég mun hafa skrifað eitthvað af þeim greinum, sem komu í 11. árganginum, á Vífilstöðum, en alveg sérstaklega hófst ég þar handa um að skrifa bréf út um heim, til þess að afla okkur efnis. Og það var hugs- að hátt og vítt og knúið dyra hjá hinum bestu: Ég skrifaði Stephani G., sem ég auðvitað hafði aldrei séð, til þess að segja honum að 149

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.