Réttur


Réttur - 01.08.1976, Page 18

Réttur - 01.08.1976, Page 18
CHU TE (1886 - 1976) Chu Te 1937 Kynslóð kínversku byltingarforingjanna hnígur nú til moldar. Eftir lát CHOU-EN- LAIS 8. janúar þ.á. fellur CHU-TE frá þann 6. júlí og síðan MAO-TSE-TUNG þann 9. september, Þrístirni hinnar miklu kínversku alþýðubyltingar sloknar þannig á einu og sama ári: stjórnmálaskörungurinn mikli, urinn, skáldið og þjóðarleiðtoginn. í tuttugu ár, frá 1928—’49 stjórnaði Chu- Te stærsta byltingarhernum og var ásamt Ho Lung líklega besti hershöfðinginn í þessu frelsisstríði kínverskrar alþýðu. Mao-Tse- Tung var stjórnmálaheilinn í her hans og frá því þeir hittust fyrst 1928 og mótuðu hina sérstöku bardagaaðferð kínverska al- þýðuhersins litu fjandmenn þeirra oft á þá sem eina persónu: bandittaleiðtogann Chu hershöfðinginn sigursæli og Mao, nugsuð Mao" og kenndu hinn rauða her kínverskrar alþýðu við þá: „Chu-Mao-herinn". I ársbyrjun 1937 hóf ameríski rithöfund- urinn Agnes Smedleyl) að skrifa upp eftir Chu-Te ævisögu hans.2) Það var í Yenan eftir að lokið var göngunni miklu, einhverju einstæðasta afreki veraldarsögunnar. Það mikla rit gefur nokkra hugmynd bæði um líf og þjáningar kínverskrar alþýðu í þjóð- 154

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.