Réttur


Réttur - 01.08.1976, Page 37

Réttur - 01.08.1976, Page 37
Hefði allt þetta unnist, ef persónan Mao- Tse-tung hefði ekki verið til eða fallið t.d. 1927 eða 1934, — hann var oft sagður látinn þá? Við svörum því með annarri spurningu: Hefði orðið sósíalistísk bylting í Rússlandi í nóvember 1917, ef Lenín hefði t.d. verið drepinn í júlí 1917? Þessum spurn- ingum verður eðlilega aldrei svarað — en þær leiða hugann að því, hve mikið heimur- inn á þessum mönnum að þakka, sem stýrðu gangi málanna af slíkri skarpskyggni og snilld á örlagastundunum. Eitt er ennfremur rétt að muna: Skefjalaust hatur ameríska auðvaldsins á „Rauða Kína" eins og erindrekar þess á Is- landi kölluðu það þá,*1 gat ekki fengið útrás í því að hella yfir það helsprengjum sínum og kæfa alþýðuveldið í fæðingunni. Banda- lag Kína og Sovétríkjanna — með atom- sprengjuna einnig í höndum kommúnista — hindraði það meðan hcettan var mest. Deilur þessara sósíalistísku stórvelda síðar skulu ekki ræddar hér. Fulltrúi íslenska Sósí- alistaflokksins á heimsráðstefnu kommúnista í Moskvu 1960 lét þá von í ljós við komm- únistaflokka Sovétríkjanna og Kína að þessi stórveldi sósíalismans mættu bera gæfu til að sættast. Vafalaust taka íslenskir sósíalistar undir ósk Ho Chi Minh’s í erfðaskrá hans 1969 að flokkur hans geri sitt besta til að koma aftur á einingu milli bræðraflokk- anna.6 ☆ o * Hér hafa verið skilgreindar undirstöður að mikilleik Mao-Tse-tung: Marxisminn, sem þessi stórgáfaði hugsuður beitir svo frumlega og sjálfstætt til lausnar á vanda- málum kínverskrar alþýðu og þjóðar — mannval flokksins og hin reiðubúna alþýða til að hlíta hinni viturlegu forustu jafnt í stjórnlist sem heild sem og bardagaaðferðinni hverju sinni. En hitt verður og að segjast, svo munað sé hver takmörk mannlegum mikilleik eru sett, að sá mikli maður, er kunni svo sjálfstætt að aðhæfa marxismann aðstæðum Kína, leit fordæmandi augum rétttrúnaðarmannsins á samskonar viðleitni marxista eins og Titos og Togliattis, til að aðhæfa sósíalistíska stjórnlist ásigkomulagi púðurtunnunnar Vestur-Evrópu á atomöld. Lenín, snillingurinn mesti og brautryðjand- inn í stjórnlist sósíalismans, átti það umburð- arlyndi og víðsýni til að skilja að aðferðirnar til valdatöku gátu verið mjög ólíkar — og Mao sannaði sjálfur í reynd að svo var. — En „rétttrúnaðurinn" er oft rótfastari, jafn- vel í sjálfum hinum bestu höfðingjum „villu- trúarinnar" en þeir gera sér sjálfir grein fyrir. Og hvað mun þá um „trúaða" fylgjendur þeirra? Þeir eiga víðast hvar eftir að læra að það sem gera ber er ekki að herma eftir Mao það, sem hann gerði í Kína, heldur að út- hugsa sjálfstætt í eigin landi þá stjórnlist og framkvæma þar þá bardagaaðferð, sem á við aðstæðurnar þar, eftir að hafa skilgreint þær með samskonar marxistiskri skarpskyggni og Mao beitti í Kína — eða Lenín í Rússlandi því forna. Hið barnalega og ofstækisfulla hróp um „endurskoðunarsinna" („revision- ista") á Vesturlöndum er sönnunin um hve „barnasjúkdómar kommúnismans" eru líf- seigir, — en menn verða að muna að taki ein hreyfing barnasjúkdómana á efri árum geta þeir orðið banvænir. * o * Það er ekki ólíklegt að Mao hafi á síðasta áratugi ævi sinnar, jafnhliða því sem tekinn var upp á vissum sviðum einhver kaldrifj- aðasta utanríkispólitík, sem nokkurt sósíal- istískt ríki hefur nokkurntíma rekið, haft þungar áhyggjur út af hugsanlegri og að nokkru raunverulegri þróun ríkisvaldsins: 173

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.