Réttur - 01.08.1976, Qupperneq 42
sem tengdi Portúgal traustum böndum við hið upp-
rennandi heimsveldi Englendinga. Segja má að
þessi gömlu bandalagstengsl hafi verið hornsteinn
portúgalskrar utanríkisstefnu allt fram á síðustu
ár, þótt stöku sinnum hafi hlaupið snurða á þráð-
inn.
Árið 1910 markar ákveðin þáttaskil í sögu Portú-
gals. Þá var konungdæmi afnumið og lýst yfir
stofnun lýðveldis í landinu. Ekki fól þó þessi
stjórnarskrárþreyting í sér neina grundvallarbreyt-
ingu á stjórnarháttum í landinu, því að Portúgal
hafði búið við þingbundið stjórnarfar allt frá 1820
þótt skrykkjótt gengi með köflum. Portúgal var á
þessum tíma afar vanþróað land og skorti þannig
þær efnahagslegu og þjóðfélagslegu forsendur er
gætu orðið grundvöllur styrkra stjórnmálaflokka
sem síðan yrðu kjölfesta hins þingbundna stjórn-
arfars. Stjórnarfarið einkenndist því af óstjórn,
flokkadráttum og miklum óstöðugleika, þar sem
einkum tókust á tvær fylkingar, önnur afar ihalds-
söm og höll undir kaþólsku kirkjuna en hin öllu
frjálslyndari og andkirkjulega sinnuð.
Hér skal bent á tvennt sem einkum einkenndi
þróunina í lok 19. aldar og fyrsta áratug hinnar 20.
1. Siversnandi fjárhagsstaða ríkisins sem lýsti
sér í halla á fjárlögum, skuldasöfnun erlendis og
króniskum halla á viðskiptum við útlönd.
2. Aukið fylgi lýðveldissinna, en flokkur þeirra
var stofnaður 1881, en fór fyrst verulega að vaxa
fiskur um hrygg eftir að kosningarétturinn var
rýmkaður 1901. Þeir náðu t.d. meirihluta í borgar-
stjórninni í Lissabon haustið 1908. Samtímis því að
fylgi þeirra fór vaxandi, óx hinum róttækari öflum
I þeirra röðum ásmegin.
Með talsverðum rétti má segja að saga Portú-
gals frá 1910 greinist í þrjú tímabil.
1. Lýðveldið (1910—1926).
2. Timabil ,,nýskipunarinnar" (1926—1974).
3. Tímabilið eftir byltinguna i apríl 1974.
LÝÐVELDIÐ 1910—1926
Fæðing lýðveldisins var átakalítil. Konungur fékk
engum vörnum við komið, herinn lét sér stjórnar-
breytinguna vel líka, yfirgnæfandi meirihluti þjóðar-
innar virtist hlynntur hinum nýju stjórnendum og
viðbrögð erlendra rikisstjórna voru jákvæð, t.d.
viðurkenndu Bretar hina nýju stjórn þegar i stað,
en þeir voru þandamenn Portúgaia frá fornu fari.
Stjórnskipun lýðveldisins
I ágúst 1911 gekk stjórnlagaþing frá nýrri stjórn-
arskrá lýðveldisins. Þar var gert ráð fyrir þingi
í tveimur deildum og ollvíðtækum kosningarétti.
Forseti átti að vera þingkjörinn og gátu hvorki
hann né forsætisráðherra rofið þing. Stjórnarskrá-
in hafði einnig að geyma ákvæði um grundvallar-
mannréttindi þegnanna, um óháða dómstóla og
einnig var skýrt kveðið á um að herinn ætti að
lúta hinum borgaralega rikisvaldi og væri óheimilt
að hafa afskipti af stjórnmálum.
Reynslan sannaði skjótt að stjórnarbreytingin ein
megnaði ekki að koma festu á portúgalskt þjóðlíf.
Flokkadrættirnir héldu áfram, nú milli stríðandi
fylkinga í röðum lýðveldissinna. Áttust þar einkum
við róttækir lýðveldissinnar (kölluðu sig demó-
krata) sem réðu ferðinni 1910—1911, 1915—'17 og
1918—1926 og íhaldssamari andstæðingar þeirra.
Einna mest festa ríkti í stjórnarfarinu frá árslokum
1917 til ársloka 1918 þegar Sidonio Pais gerði til-
raun til að koma fótum undir ,,nýtt lýðveldi" sem
hann nefndi svo.
Eitt heitasta ágreiningsefnið milli hinna stríðandi
fylkinga lýðveldissinna var afstaðan til kirkju og
trúarbragða. Bráðabirgðastjórn sú sem mynduð var
1910 undir forsæti Theófílo Braga gekk rækilega til
verks í þessu efni. Ríki og kirkja voru aðskilin,
munka- og nunnureglur gerðar landrækar, trúar-
bragðafræðsla afnumin í skólum og guðfræðideild-
um háskólanna lokað. Kirkjuleiðtogar sem reyncju
að spyrna við fótum voru reknír úr landi. Stjórn
kirkjumála var fengin I hendur sérstökum nefndum
leikmanna og kirkjunni ekki eftirlátinn annar fjár-
hagsgrundvöllur til starfa en það fé sem hinir trú-
uðu lögðu henni til, en rikið tók sinn toll af því.
Þessar harkalegu aðgerðir vöktu verulega and-
stöðu meðal almennings og var slakað nokkuð á
þeim þegar frá leið að frumkvæði hinna íhalds-
samari lýðveldissinna.
Það mætti æra óstöðugan með því að fara að
rekja í smærri atriðum stjórnmálaþróunina i Portú-
gal 1910—1926, en segja má að hún hafi ein-
kennst af æ meiri flokkadráttum og upplausn.
Þessu til áréttingar skal aðeins bent á eftirfar-
andi: Skv. stjórnarskránni var kjörtímabil forseta
Portúgals 4 ár, en á þeim 16 árum sem fyrsta lýð-
veldið stóð sátu samtals 9 forsetar og tókst að-
eins einum þeirra að sitja út kjörtímabilið. Á sama
tíma sátu við völd samtals 40 ríkisstjórnir, t.d.
178