Réttur


Réttur - 01.08.1976, Qupperneq 46

Réttur - 01.08.1976, Qupperneq 46
þeirri beiðni og kom breskur her til eyjanna í október 1943. Eftir 1945 tókst stjórn Salazars að koma ár sinni svo fyrir borð að Portúgal varð hlutgengt á al- þjóðavettvangi, sérstaklega I samstarfi hinna kapít- alisku Vesturlanda. Þannig varð landið aðili að OEEC 1947, NATO 1949 og EFTA 1959. Portúgal varð einnig aðili að Sameinuðu þjóðunum 1955, er Rússar hurfu frá andstöðu við aðild landsins. í þessari viðleitni til að öðlast hlutgengi á al- þjóðavettvangi nutu Portúgalar án efa síns gamla bandalags við Breta, svo og afstöðu sinnar í heimsstyrjöldinni síðari og á timum kalda stríðs- ins var jafntraustur andstæðingur kommúnista og Salazar ekki til að forakta, sérstaklega ekki þegar nú land hans var þar að auki hernaðarlega mikil- vægt. Ef ég að lokum ætti að freista þess að svara þeirri spurningu hvað hafi öðru fremur orðið til að tryggja hinni gömlu einræðisstjórn í Portúgal jafnlanga lífdaga og raun bar vitni, vildi ég mega benda á eftirfarandi. 1) Stjórnin hafði lengi vel alger tök á hernum og gat reitt sig á hollustu hans. 2) Hún hafði kaþólsku kirkjuna og áhrifavald hennar að bakhjarli. 3) Hún gætti í reynd forréttinda og hagsmuna valdastétta landsins, stórjarðeigenda og stórauð- valdsins. 4) Verulegur hluti alþýðu manna studdi lengi vel stjórnina beinlínis eða a.m.k. umbar hana út frá því sjónarmiði að maður vissi hverju maður sleppti en óvíst væri hvað maður hreppti ef breytt væri til. Þeir, sem mundu upplausnartímana fyrir 1926, kunnu að meta þá festu sem stjórnin hafði komið á í þjóðlífinu; þær framfarir sem orðið höfðu á efnahagssviðinu hlutu að einhverju leyti að teljast stjórninni til tekna og Portúgal var hlutgengur aðili á alþjóðavettvangi og stjórnin átti volduga vini erlendis. 5) Á seinni árum kom einnig til efnahags- og hernaðaraðstoð erlendis frá. Það sem meira en nokkuð annað gróf undan stjórninni voru hinar vonlausu nýlendustyrjaldir hennar í Afríku. Þær einangruðu Portúgal í sívax- andi mæli á alþjóðavettvangi, urðu æ þungbærari fyrir fjárhag rikisins þrátt fyrir örlátan stuðning NATO við stríðsreksturinn og siðast en ekki síst urðu þær til þess að svo mikil óánægja gróf um sig í hernum að það band trúnaðar sem tengdi hann við stjórnina slitnaði að lokum. 182
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.