Réttur - 01.08.1976, Page 49
Rjazanov
Adoratski
ins um útgáfurétt á handritunum. Síðar
reyndi sú stjórn að vísu að hlaupa frá þeim
samningi — en brátt varð um annað að
hugsa: að bjarga handritunum úr helgreipum
nasistastjórnarinnar, — en það er önnur saga.
Þannig var á erfiðustu árunum lagður
grundvöllur að þessari miklu stofnun, sem
nú hefur með höndum 15000 skjöl í frum-
gerð og meir en 175000 í Ijósmyndum.
Rjazanov skipulagði út um allan heim
sambönd við áhugafólk í þessum fræðum,
sem aðstoðuðu við kaup á handritum og bók-
um og rannsökuðu tímarit og blöð fyrir
stofnunina. I Bandaríkjunum var það t.d.
Alexander Trachtenberg, sem stofnunin hafði
samband við, en hann var einn af bestu
mönnum bandaríska Kommúnistaflokksins
einmitt í útgáfumálum.4*
Aðsetur Marx-Engels stofnunarinnar var
á þessum tíma í hinni gömlu og fögru höll
Dolgoruki fursta. Einn af helsm aðstoðar-
mönnum Rjazanovs var Wladimir Adoratski.
Hann tók við, er Rjazanov var hrakinn frá
stofnuninni 1931. Rjazanov var maður sjálf-
stæður mjög og hafði lítið álit á Stalín sem
fræðimanni eða hugmyndafræðingi og
beygði sig í engu fyrir honum, er Stalín tók
að brjótast til valda í flokknum og ríkinu.
185