Réttur


Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 54

Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 54
KOPARINN OKKAR Koparinn okkar kjöt gresjunnar í rauðri jörðu greyptur þar fyrir norðan. Baðaður sól og fjöllum lífsbjörg fólksins blandaður blóði og sálum allrar alþýðu. Koparnum okkar bornum milli fjallanna var rænt af útlendum höndum og breytt í peninga. Ekki drakk Chile safa þinn ekki voru það námumennirnir. Þeir nota þig í byssukúlur og beina þeim gegn fólkinu. Koparinn okkar nú ertu kominn heim hrærð tekur fósturjörðin á móti þér með gíturum og víni. Þeir eiga þig sem dóu svo þú yrðir ekki tekinn. Héðan verðurðu ekki numinn hvorki með sverðum skriðdrekum né byssum. Koparinn okkar kjöt gresjunnar í rauðri jörðu greyptur þar fyrir norðan. Eins og dreng sem aldrei hugkvæmdist sú gæfa að verða maður. Þú hefur sigrað chilebúum til góðs aldrei meir verðum við fátækir. Ávöxtur þinn ber nýtt líf þín bíða betri tímar að eilífu verður koparinn í höndum alþýðunnar. Eduardo Yanez. í herbergjum lögreglunnar og píndur með því að hleypa á mig rafmagnsstraumi, til þess að ég kæmi upp um hina starfsmenn blaðsins. Ég gerði það ekki. Eftir „yfirheyrsl- una” svaf ég eins og engill. Ég var hamingju- samasti maður heims, af því ég var mér þess meðvitandi að hafa staðist þessa eldraun." Hann var settur í Pisagua-fangabúðirnar, en mótmæli alþýðunnar víða um heim — knúðu fram lausn hans. Hóf hann þá starfsemi í flokknum á laun og 1953 var svo komið að kommúnistaflokkurinn hóf opinbera baráttu á ný og þingið varð að aflétta banninu á starfsemi hans. Corvalán hafði þá fyrir nokkru verið kosinn aðalritari flokksins. Corvalán var nú einn aðalhvatamaður að þeirri þjóðfylkingu,2' er að lokum sigraði í forsetakosningunum 1970, þegar Salvador Allende var kosinn forseti. Hafði sú þjóð- fylking sífellt verið að styrkjast í kosning- unum undanfarinn áratug. 1961 hafði Cor- valán sjálfur verið kosinn í öldungaráð þjóð- þingsins („senatið"). Það voru bjartar vonir, sem alþýðan í Chile gerði sér eftir sigurinn 1970, er stjórn Allende forseta tók við völdum og einsetti sér að þjóð Chile skyldi nú sjálf fá að ráða náttúruauðlindum sínum svo sem kopar- námunum miklu, sem bandarískir auðhringir þá drottnuðu yfir og arðrændu alþýðu vægð- arlaust. (Ljóðið,sem birtist hér á síðunni og ort var þá, er dæmi um vonir og gleði alþýðu þá svo og ávarp Neruda frá júlí 1973). En bandarískt auðvald fótum treður allt lýðræði og þingræði, hvenær sem því býður svo við að horfa, það er að segja: ef það þor- ir og gemr. Því gerði það út herforingjaklík- una í Chile til uppreisnar og morða. Allende forseti var myrtur. Corvalán tókst herfor- ingjunum að fangelsa og hefur hann nú í þrjú ár orðið að þola þrælkun í fangabúð- um og pintingar í dýflissum. En kjarkur hans 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.