Réttur


Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 61

Réttur - 01.08.1976, Blaðsíða 61
síðari heimstyrjaldarinnar kennari þar við háskólann. Hann varð snemma marxisti og því var honum löngum neitað um þá viður- kenningu er hann þó hlaut erlendis fyrir rit sín. Fór þó svo að lokum að hann var gerður meðlimur breska „akademisins" auk stöðu sinnar við háskólann. Rit hans voru eigi aðeins útbreidd í hinum enskumælandi heimi heldur og þýdd og gef- in út í Japan, Italíu og rómönsku Ameríku sem og síðar í Vestur-Þýskalandi. Rit hans fjalla um flest svið hagfræðinn- ar, jafnt söguleg sem fræðileg. Meðal þeirra má nefna: „Soviet economic development since 1917" (Efnahagsþróun Sovétríkjanna eftir 1917) nær 500 blaðsíðna rannsókn, fyrst gefin út 1948, en aftur ýtarlegri 1957, „Studies in the development of Capitalism" (Rannsókn á þróun auðvaldsskipulagsins), 400 blaðsíðna bók um þróun kapítalismans frá 13. öld til vorra daga. Var sú bók gefin út 1946 en síðan rak hver útgáfan aðra. (Sjötta útgáfa var 1954). „Political economy and Capitalism" (Pólitísk hagfræði og auð- valdsskipulagið) er ein höfuðbók hans. Um hana reit „Times Literary Supplement" á sín- um tíma eftirfarandi setningu: „Gagnrýni hr. Dobbs á hagfræðihugmyndum nútímans ætti hver skynsamur áhugamaður um stjórn- mál að lesa, því þar er boðið upp á mjög góða framsetningu á gagnrýni marxista á hefðbundinni hagfræði nútímans." Margar fleiri bækur ertu til eftir Dobb. Sú staðreynd að hann var félagi í breska Kommúnistaflokknum, stóð löngum í vegi fyrir þeirri miklu viðurkenningu, er honum bar fyrir vísindastörf sín. Þó fór svo að 1967 var gefið út hátíðarit honum til heiðurs: „Socialism, Capitalism and Economic Growth", (Sósíalismi, kapítalismi og hag- vöxtur) og rimðu í það svo frægir hag- og sagnfræðingar sem Oscar Lange, Michael Kalecki, E. H. Carr, Christopher Hill, Joan Robinson og Paul Sweezy, einnig borgara- legir fræðimenn svo sem Robert Solow og Jan Tinbergen. Af öllum þeim, sem hann þekktu var Maurice Dobb mikils metinn eigi aðeins sem vísindamaður, heldur og sem maður og fé- lagi. HRUN BÆNDASTÉTTARINNAR í VESTUR-EVRÓPU Bændum fækkar í sífellu í löndum Efna- hagsbandalagsins og víðar í Vestur-Evrópu. Einokunarauðmagnið útrýmir smárekstrin- um, bændur á smærri býlunum gefast upp og flýja. Þannig fækkaði t.d. bændabýlum, sem voru undir 12 hekturum í Englandi og Wales úr tæpum 160 þúsund 1964 niður í tæp 73 þúsund 1973 — eða um meira en helming. Víða ýtir ríkisvaldið undir þennan flótta með því að borga þeim bændum skaða- bætur, sem yfirgefa jörðina sína. Þannig hafa t.d. 478 þúsund bændur hætt búskap í Frakk- landi frá 1966 til 1975. Fækkun bændabýla í Vestur-Evrópu, þeg- ar öll eru talin með, er þessi frá árunum 1960 til 1974: í Belgíu úr 269 þús. (1959) í 151 þús. í Englandi úr 461 þús. (1959) í 273 þús. I Danmörku úr 196 þús. í 130 þús. í Frakklandi úr 1.918 þús. 1963) í 1.397 þúsund. í Vestur-Þýskalandi úr 1.617 þús. í 1.067 í Hollandi úr 308 þús. (1959) í 169 þús. ÁSpáni úr 3-007 þús. (1962) í 2.560 þús. í Svíþjóð úr 264 þús. (1961) í 139 þús. þús. SVÍÞJÓÐ Valdahlutfallið milli verklýðsflokka og borgaraflokka var fyrir kosningar hnífjafnt í 197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.