Réttur - 01.01.1988, Qupperneq 2
fyrstu! Bretinn sendi herflota sinn gegn hinu varnarlausa íslandi (þá sást
hvers virði „vernd“ Kanans var!) Og hvaða ríki voru það þá, sem viðurkenndu
12 mílurnarog björguðu íslandi undan hnefa Bretlands — „bandamannsins".
Það voru Sovétríkin og Austur-Þýskaland, sem viðurkenndu 12 mílurnar og
juku verslun sína við ísland.
Þannig hefur það alltaf verið:
„Bandamennirnir" í Nato hafa reynst verstu fjendur okkar.
Bandaríkin réðust inn með herflota sin 1941, eftir að Bretar höfðu áður hót-
að að svelta þjóðina í hel, með því að hindra allar samgöngur við landið, ef
hún ekki léti undan.
Bretar sýndu fjandskap sinn og yfirgang jafnt 1953, 1958 og síðar á 7. ára-
tugnum.
Og það eru til menn á íslandi sem krjúpa á kné fyrir þessum stórveldum
(gleymum ekki að Þýskaland var með þeim) — og kalla þá „vemdara"!
Og til þess að reyna að þagga niður í íslendingum hafa Bandaríkjamenn
hent milljónum dollara í aðalverktaka sína og ætlast til þess að þeir sjái um
að þjóðin þegi.
Og nú undirbúa England og Þýskaland nýja aðför að íslandi. Það á að
pína íslendinga til að opna fiskveiðilögsöguna fyrir flotum þessara
þjóða gegn því að ísland fái einhver tollfríðindi hjá Efnahagsbandalag-
inu. Þjónar Nato á íslandi eru enn hræddir við að gera slíkt og þykjast aldrei
munu ganga að slíkum skilmálum.
En hverjir voru það, sem beittu hervaldi til þess að reyna að hindra að ís-
lendingar fengju fiskveiðilögsögu sína stækkaða?
Það voru Bretar og Þjóðverjar.
Og af hverju gáfust þeir upp við árásina á okkur og bönnin á fiskkaupunum?
Af því Sovétríkin stóðu með okkur og sýndu að við áttum raunverulega
vini, — þegar hinir svokölluðu „bandamenn" og „verndarar" reyndust verstu
árásarmenn og svikarar.
Vér íslendingar eigum að læra af eigin sögu, en ekki láta auðdrottna heims
skapa hér yfirstétt með mútum sínum, er villi um fyrir þjóðinni og svínbeygi
hana undir erlent vald.
Er ekki tími til kominn að við vísum hernámsliðinu úr landi áður en það
fórnar þjóð vorri fyrir sig í stríði? Og er ekki tími til kominn að við förum úr
hernaðarbandalagi við Breta og Þjóðverja áður en þeir gleypa fiskveiði-
landhelgi vora?
Við verðum að láta á það reyna hvort hægt er að lifa í heiminum sem
frjáls þjóð og sjálfstæð og losa oss líka við þá stjórnendur, sem vísvit-
andi eru að sökkva þjóðinni í botnlaust skuldafen. Eru ekki erlendar
skuldir okkar nú orðnar 66 milljarðar króna eða 275 þúsundir króna á mann?
Er ekki nóg komið?