Réttur


Réttur - 01.01.1988, Page 8

Réttur - 01.01.1988, Page 8
uppreisn Spartacusar á bak aftur eöa þýskur aðall að berja niður bændaupp- reisn Thomasar Miinzers. Þróun kristninnar Það er sérstaklega merkilegt að athuga þróun kristindómsins í þessu sambandi. Boðskapur Jesú frá Nasaret var and- vígur allri stéttakúgun. Og hvað afstöðu til konunnar snerti geta menn rétt gert sér í hugarlund hvort hann hafi metið þær Maríu móður sína eða Maríu Magdalenu minna en postulana og aðra karlmenn eða aðrar konur. Og menn mega minnast þess, er grýta skyldi konu, sem brotleg hafði gerst, og hann sagði: „Kasti sá fyrsta steininum, er sjálfur er saklaus". Og meðal postulanna ríkti og eftir hans daga alger neyslu-kommúnismi, eins og saga þeirra hermir: „En í hinum fjöl- menna hópi þeirra, er trú höfðu tekið, var eitt hjarta og ein sál, og enginn þeirra taldi neitt vera sitt, er hann átti, heldur var þeim allt sameiginlegt. Og með miklum krafti báru postularnir vitni um upprisu Drottins Jesú, og mikil náð var yfir þeim öllum, því að eigi var heldur neinn þurfandi með- al þeirra, því að allir landeigendur og hús- eigendur seldu og komu með andvirði hins selda og lögðu fyrir fætur postulanna og var hverjum úthlutað eftir því sem hann hafði þörf til.“ (Postulasagan 4, 32- 35.) En sá maður, er innleiddi stéttaskipt- inguna og sérstaklega réttindaleysi og kúgun konunnar inn í kristindóminn og tók þar með að spilla honum var Róm- verjinn Páll postuli, er kvað konur eiga að þegja á samkundum. Þar með var sú kúgun konunnar inn- leidd í kristnina, sem varð kristninni til skammar og þurfti aldabaráttu til að af- nema. Það er rétt að minna á einn fyrirlitleg- asta atburðinn úr sögu kaþólskunnar til þess að sýna hvílíkt hyldýpi smánar þessi afstaða er þegar stéttakúgunin innan kaþólsku kirkjunnar náði hámarki sínu: Það var við sjálfa páfahirðina á dögum Cesars Borgia að sú skemmtun var inn- leidd sem nautn hinna æðstu í páfagarði að láta fagrar konur skríða naktar um gólf páfahallarinnar og skyldu þær sýna þá list að týna upp með kynfærum sínum þá fögru og miklu peninga, er hinir „háu herrar“ kristindómsins köstuðu á gólfið fyrir þær. Fengu þær vafalaust góð laun fyrir „íþrótt“ þessa, en hinir „hákristnu“ herrar skemmtu sér konunglega. — Það var ekki að undra þó Lúther talaði með mikilli fyrirlitningu um „skækjuna í Róm“, þótt sjálfur væri breyskur á öðrum sviðum. Kúgun og misrétti konunnar tók einnig á sig myndir hér á íslandi á tíð Lúther- skunnar, sem verða til eilífrar smánar fyr- ir þá, sem slíkt frömdu í nafni laganna: „1673. Úr Norðursýslu í Þingeyjarþingi kom maður nokkur, Bjarni að nafni, er fallið hafði með stjúpdóttur sinni með- kenndi fyrir dómi henni nauðgað hafa, þar sem stúlkan var ung. Var hann af tek- inn á Alþingi, en mál konunnar sent aftur heim í hérað til betri og frekari samsaka, hvar eftir hún var réttuð ári síðar í Húna- vatnssýslu með lögmanns dómi. — 1674. Sigríði Þórðardóttur, er barn ól við Bjarna Sveinssyni, stjúpföður sínum, er hann með kenndi undir sinn dauða, sig nauðgað hafa, drekt í Húnavatnssýslu." Eyrarannáll. En er vér íslendingar íhugum þá smán, sem stéttakúgunin og misnotkun trúar- bragða hennar lciddu yfir landið, þá er 8

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.