Réttur


Réttur - 01.01.1988, Qupperneq 15

Réttur - 01.01.1988, Qupperneq 15
Götur og síki Kaupmannahafnar eru langt frá gracnlensku umhverfi. Ljósm.: Laurí Dammert. lenskur hugsunarháttur segir henni að þegja yfir vandamálum sínum. Að dómi grænlenskra félagsráðgjafa reyna dönsk yfirvöld ekki að ná til grænlensku kon- unnar heldur fella þau dóm og álíta að konan hafi valið að hafna danskri fjöl- skyldu sinni. Aðeins fáar konur snúa heim á ný. Erfitt er fyrir konu að snúa heim ef hún hefur misst börnin sín. Flestar kjósa þær að vera áfram í Danmörku til að geta haldið sambandi við börnin sín. Hópur þeirra kvenna sem missa börn sín við skilnað fer sem betur fer minnk- andi. Meðal annars vegna þess að viðhorf Grænlendinga í garð Dana hafa breyst. Nú þykir ekki lengur eftirsóknarvert að giftast Dana. Menntakerfið á Grænlandi hefur eflst og því þurfa fermingarbörn ekki lengur að leita til Danmerkur eftir skólanámi. Saga þessi er sögð til að fræða landann örlítið um nágranna okkar sem við vitum svo smánarlega lítið um. Fað er ekki laust við að við könnumst við ýmislegt úr reynslu- sögu Grænlendinga. Ef við íslendingar gætum sigrast á óttanum við sveitamann- inn í okkur gætum við kannski litið okkur nær og athugað hvort ekki væri hægt að efla samvinnu og samskipti við þessa nápranna okkar. I grein þessari er eingöngu hægt að stikla á stóru. Ég gæti ímyndað mér að í bókasafni Norræna hússins væri að finna ýmsar bækur um málefni Grænlands. Kaupmannahöfn, 8. apríl 1988. HEIMILDIR: „Gr0nlandske kvinder í Danmark — der mister lorældreretten ved skilmisse". Projektdeltagere: Sigurjón Friðjónsson, Sussie Henriksen, Kirsten Moller, Ágústa Sigurðardóttir, Jonna Simonsen, Jytte Wind. DSH, nov. 1986. 15

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.