Réttur


Réttur - 01.01.1988, Page 16

Réttur - 01.01.1988, Page 16
Minning Guðrún Porbjörg Bjarnadóttir Fœdd 10. maí 1917, dáin 17. janúar 1988 Guðrún Þorbjörg var kona Eðvarðs Sigurðssonar í Litlu-Brekku í Reykjavík, þau bjuggu í Stigahlíð 28, í ástríkri sam- búð tólf síðustu æviár hans. Þegar kynni þeirra hjóna hófust á árinu 1970, hafði syrt að í lífi Eðvarðs, systir hans Guðrún Sigurðardóttir sem svo til ævilangt hafði búið í Litlu-Brekku og alið þar upp börn- in sín, var dáin, hún lést í árslok 1965, og móðir hans Ingibjörg Jónsdóttir dó á ár- inu 1966 eftir 60 ára búsetu í Litlu- Brekku. Eðvarð stóð einn eftir í kotinu sem hafði verið heimili hans frá fæðingu, heimili og hugljúfur griðastaður. Hann stóð einn eftir af heimilisfólkinu með þann hjartasjúkdóm sem hann bar, sjúk- dóm sem aldrei gefur grið og varð hans aldurtili þann 9. júlí 1983. Með komu Guðrúnar Bjarnadóttur inn á lífsveg Eðvarðs, birti aftur til, sjálf var hún ímynd sólargeislans, svo björt og hlý á hverri stund og Eðvarð naut af alhug 16

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.