Réttur


Réttur - 01.01.1988, Page 20

Réttur - 01.01.1988, Page 20
1940 kom hernámið og aðstaða Réttar breyttist mikið. „Sjálfstæðisbarátta íslands hin nýja“ eins og grein mín í síðara hefti Réttar 1940 hét, markaði frelsisbaráttuna gegn hinu ágenga og volduga hernámsvaldi sem aðalatriði í sókn og vörn íslendinga. í því hefti birtist og hið fagra og sterka kvæði Steins Steinars: „Imperium Brit- annicum“: „Þín sekt er uppvís, afbrot mörg og stór, og enginn kom að verja málstað þinn. Ó, græna jörð, þar Shakespeare forðum fór til fundar við hinn leynda ástvin sinn. Þú brennur upp, þér gefast engin grið, og gamalt bál þú hefur öðrum kynt. Ó, lát þér hægt, þó lánist stundarbið, að lokum borgast allt í sömu mynt. Og jafnvel þó á heimsins nyrstu nöf þú næðir þrælataki á heimskum lýð, það varð til einskis, veldur stuttri töf. Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð.“ Og Steinn reyndist sannspár: Það „Im- perium Brittannicum", breska heimsveld- ið, er réð fjórðungi jarðar fyrir stríð, hrundi. Eftir varð England með einskon- ar samstarfsríki. — Heimsdrottnun auð- valdsheimsins „fór vestur“! Við gerðum tilraun með að breyta um ritstjórn. Gunnar Benediktsson tók við 2. hefti þessa 26. áragangs. Og varð að fara í tugthúsið fyrir að segja sannleikann um íslenska braskara. Og 1943 tók Sigurður Guðmundsson við ritstjórn Réttar og gaf út tvo árganga ágæta, en hann var um leið ritstjóri Þjóðviljans, svo það reyndist allt- of mikið á hann lagt. Árgangurinn 1945 féll niður, enda var þá alltof mikið á okkar herðar lagt með myndun nýsköpunarstjórnarinnar 1944. 1946 tókum við Ásgeir Bl. Magnússon við rítstjórninni og hélst svo alllengi. Jó- hannes úr Kötlum og Porsteinn Valdi- marsson voru nú aðalljóðskáldin, sem okkur studdu auk pólitísku félaganna, Brynjólfs Bjarnasonar þ. á m., sem allan tímann hafði ritað hann með mér. Og rétt á eftir bættist við hin ágæta skáldkona Jakobína Sigurðardóttir í Garði og hóf þátttöku með hinu ramma skírskotunar- kvæði: „Brást þér værð?“ Bandaríska auðvaldið var nú tekið við kúgunarhlut- verki Bretlands og hafði kúgað það til að ofurselja sér ísland 1945. Nýtt og hættulegt tímabil var hafið í frelsisbaráttu lands vors og óvinurinn, voldugasta herveldi jarðar, er gera vildi ísland að útvirki sínu og árásarstöð. Hlutverk Réttar varð nú erfiðara en fyrr, en þó kom oss mikil hjálp, er Ólafur Rafn Einarsson kom heim frá Osló og tók að sér að gerbreyta Rétti og færa í alveg nýtt form 1967. Látum alla þá sögu bíða seinni tíma, enda er sú saga rakin ítarlega í bók þeirri er Jón Guðnason reit með mér 1980 og heitir „ísland í skugga heimsvaldastefn- unnar“. E.O. 20

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.