Réttur - 01.01.1988, Blaðsíða 27
ensku útgerðarmennirnir í Hafnarfirði og
þeir þýsku í „þýsku búðum“, sem enn
bera það nafn sitt, rétt sunnan við núver-
andi „ræningjakastala“: álverksmiðjuna.
Þarna var ausið upp auðnum úr ís-
lensku „nýlendunni“ — og stundum
börðust ræningjarnir hvor við annan um
aðstöðuna á þessum stöðum.
Nokkuð mun hafa dregið úr þessum
ránskap eftir að Ameríka fannst og ný
tækifæri til ránskapar, en þó hélst ágang-
ur við og skal ekki rakið hér.1
En 1901 var svo komið að enska auð-
valdið kúgaði dönsku stjórnina til að
leyfa veiðar allt upp að þrem mílum frá
landi, en Danir fengu í staðinn „svína-
kjötssamninginn", leyfi til sölu þess varn-
ings í Bretlandi!
En íslendingar voru bundnir til 50 ára
— og björguðu stríðin tvö vafalaust miklu
af þorskinum handa okkur, því 1914-18
og 1939—45 urðu Englendingar að láta
þorskinn í friði, af því þeir voru þá að
drepa menn.
1951 er samningnum frá 1901 sagt upp.
Englendingar þorðu ekki í árás á ís-
lendinga, þegar vér eftir stríð undir ríkis-
stjórn Ólafs Thors 1952, færðum fisk-
veiðilögsöguna úr þrem mílum í fjórar og
girtum af flóana, svo Faxaflói, aðrir flóar
og firðir urðu friðhelgir gagnvart útlend-
ingum af því bannlína var þvert yfir þá frá
ystu nesjum. Öll íslenska þjóðin stóð
sameinuð bak við ríkisstjórnina, er þessi
útfærsla fiskveiðilögsögunnar var gerð.
Bretinn reyndi að brjóta þau lög á bak
aftur með fisksölubanni í Bretlandi, en
varð að gefast upp er Sovétríkin studdu
íslendinga með miklum fiskkaupum.2
En íslendingum var lífsnauðsyn á frek-
ari stækkun fiskveiðilögsögunnar.
Þann 30. júní 1958 færði Lúðvík Jós-
epsson sjávarútvegsmálaráöherra lög-
söguna út í 12 mílur og skyldi hún koma
til framkvæmda 1. september. Blöð
íhalds og Krata voru óð gegn þessu til-
tæki og báru „kommúnistum“ allt illt á
brýn. En þjóðin stóð með Lúðvík og þeg-
ar að 1. september kom og bresk herskip
réðust inn í landhelgina, breyttu blöðin
um tón. Það var ekki hægt að standa með
Nato-árásarríkjunum opinberlega.3
í desember 1958 fór vinstri stjórnin frá
og að ári liðnu mynduðu Ihald og Kratar
stjórn, er samdi við Breta, — en 12 míl-
urnar stóðu, en Bretar létu ríkisstjórnina
lofa því að gera svona aldrei aftur.4
Sökin á þessum svikum er fyrst og
fremst Guðmundar I. Guðmundssonar
utanríkisráðherra, þótt Bjarni Ben. dræg-
ist með, en iðraðist eftir því síðar.
Alþýðubandalagið og Framsókn lýstu
samninginn nauðungarsamning, til orð-
inn undir breskum fallbyssukjöftum,
kváðust ekki viðurkenna hann og afnema
við fyrsta tækifæri.
Það var raunverulega Unilever-hring-
urinn breski sem stóð á bak við uppgjöf-
ina gagnvart Bretum og ætlaði hann þá að
fá Breta inn í Efnahagsbandalagið — og
ísland með. Ráðgerði auðhringur sá að
hafa þrjá útgerðarstaði á íslandi: Rif,
Sandgerði og Tálknafjörð og gerast vold-
ugasti útgerðaraðili á íslandi. En Bretar
komust ekki inn í E.B. í þetta skipti, von
auðhringsins brást. — Þess skal getið að
1) Sjá bók Björns Þorsteinssonar:
10 Þorskastríð.
2) Sjá „lsland í skugga heimsvaldastefnunnar, bls.
184.
3) Sjá rit Magnúsar Kjartanssonar: „Átökin uni
landhelgismálið 1958. Sjá einnig „ísland í skugga '
heimsvaldastefnunnar", bls. 185-190.
4) Sjá áfram í riti Magnúsar Kjartanssonar og
bókinni „lsland í skugga heimsvaldastefnunnar".
27