Réttur


Réttur - 01.01.1988, Síða 38

Réttur - 01.01.1988, Síða 38
MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, HALLORMSSTAÐ: Island er land ísland er land þitt og ávallt þú geymir ísland í huga þér hvar sem þú ferð ísland er landið sem ungan þig dreymir ísland í vonanna birtu þú sérð ísland í sumarsins algrœna skrúði ísland með blikandi norðljósatraf ísland er feðranna afrekum hlúði ísland er foldin sem lífið þér gaf. íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir íslensk er tunga þín skír eins og gull íslensk sú lind sem um æðar þér streymir íslensk er vonin af bjartsýni full íslensk er vornóttin albjört sem dagur íslensk er lundin með karlmennsku þor íslensk er vísan hinn íslenski bragur íslensk er trúin á frelsisins vor. ísland er land þitt því aldrei skalt gleyma íslandi helgar þú krafta og starf íslenska þjóð þér er ætlaða ð geyma íslenska tungu hinn dýrasta arf ísland sé blessað um aldanna raðir íslenska moldin er lífið þér gaf ísland sé falið þér eilífi faðir ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf. (Rétti hefur borist þetta kvæði og birtir með ánægju, en þætti vænt um upplýsingar um höfundinn.) 38

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.