Réttur


Réttur - 01.01.1988, Qupperneq 46

Réttur - 01.01.1988, Qupperneq 46
SAMRÆÐURIIM HEIMSPEKI BRYNJÓLFUR BJARNASON HALLDÓR GUÐJÓNSSON PALLSKÚLASON innar, en svör hans eru önnur og hann stendur fastari fótum í klassískri heim- speki en þeir. Freistandi væri að leita frekari sam- hengis milli pólitískrar reynslu Brynjólfs og heimspekiiðkana hans, en að því sam- hengi er einungis ýjað í bókinni. Er kveikjunnar að heimspekiiðkunum hans að leita í samhengisrofi íslenskrar sögu, í pólitískum vonbrigðum eða í einhverju öðru? Þessum spurningum verður ekki svarað hér, enda fyrst og fremst ætlunin að vekja athygli á fróðlegri bók og góðri kynningu á heimspeki Brynjólfs Bjarna- sonar. Pað er líka gott til þess að vita að þessi foringi íslenskra sósíalista um árabil hafi haft til að bera jafn víðfeðma og leit- andi hugsun, og væri betur ef slíkir menn fyndust meðal stjórnmálaleiðtoga sam- tímans. hægt um aldabil, að kynslóðirnar merktu varla breytingarnar, en um þær mundir hefjast umbyltingarnar. Brynjólfur geng- ur fljótt á hönd því hugmyndakerfi sam- tímans sem var hvað heilsteyptast og veitti hvað ótvíræðasta leiðsögn, þ.e. marx-lenínismanum. En efahyggjan var ávallt skammt undan, og í heimspeki sinni brýtur Brynjólfur víða í bága við hefðbundinn marx-lenínisma. Hann fellst á það mat Páls Skúlasonar að hann spyrji á margan hátt svipaðra spurninga og ex- istensíalistarnir, sem tóku mið af tilgangs- lausumm ógnum síðari heimsstyrjaldar- 46

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.