Réttur


Réttur - 01.01.1993, Síða 4

Réttur - 01.01.1993, Síða 4
ur var þeim allt sameiginlegt,....e«í/a var eigi neinn þurfandi meðal þeirra. „Það var í þessum leshring, sem þau bönd samkenndar og vináttu okkar Ein- ars bundust, sem haldist hafa æ síðan og styrktust með árunum. Sá aldursmunur var á okkur Einari, að hann stofnaði Jafnaðarmannafélag Akur- eyrar í sama mánuði og ég fæddist. þegar ég hitti hann í leshringnum, hafði hann bæði stofnað og lagt niður Kommúnista- flokk íslands og stofnað hinn nýja Sam- einingarflokk alþýðu, Sósíalistaflokkinn. Um þetta leyti voru að verða mikil þáttaskil í lífi og starfi Einars. Að baki voru tímar harðrar verklýðsbaráttu, sem háð var í miklu návígi, jafnvel á bryggju- sporðum, en framundan var myndug stjórnmálabarátta með vaxandi áhrifum á öllum sviðum þjóðlífsins. Það var á þessum árum, sem verklýðs- hreyfingin hér á landi var að finna styrk samtaka sinna, og það var einmitt Einar Olgeirsson, sem tók pólitíska forustu í þeirri framvindu, gerði verklýðshreyfing- una að máttugu þjóðfélagsafli og leiddi hana til úrslitaáhrifa í íslensku þjóðfélagi. II. Við erum hér að kveðja í hinsta sinni einn af bestu sonum þessarar þjóðar. Ein- ar Olgeirsson var eldhuginn meðal ís- lenskra stjórnmálamanna á þessari öld. Hvar sem hann kom að málum, markaði hann djúp spor og eftirminnileg í þjóðlíf- ið, olli umróti og hratt af stað breytingum og umbyltingu á lífskjörum og lífsháttum þessarar þjóðar. í litlu afmælisskrifi Magnúsar heitins Kjartanssonar um Einar sjötugan, tók þessi náni samverkamaður hans svo til orða: „að Einar hefði ævinlega kostað öllu til þeirra verkefna, sem hann hefði tekið að sér að sinna, og að athafnasvið hans væri sjálf þjóðarsagan í nærfellt hálfa öld“. Þetta eru orð að sönnu. Þessi þjóðarsaga á tímum Einar Ol- geirssonar segir frá ungum menntamanni, sem skynjar og sér fátækt fólksins, hung- ur og umkomuleysi allt í kringum sig, og ákveður að helga krafta sína þeim til- gangi að skakka leikinn, fá þessu örbirgð- arástandi létt, hverju sem til þyrfti að kosta. Hann byrjar á því að hrópa: Lýður, leystu sjálfan þig! Með mikilli mælsku og tilfinningahita tókst honum að gefa fólki von, kjark og þor til að rísa upp. Með staðgóðri þekk- ingu á efnahagsmálum og sögu þjóðarinn- ar gaf hann fólkinu trú á landið, auðæfi þess og sjávarins í kringum það, og benti með geislandi hætti á þá möguleika, sem buguð alþýðan hefði í þessu landi, þrátt fyrir allt, ef hún stæði saman og krefðist réttar síns. Hann endar með því að ná slíku áhrifa- valdi í stjórn landsins með verklýðshreyf- inguna sameinaða að baki sér, að úr verð- ur mesta lífskjarabylting í íslandssög- unni, og það svo djúpstæð, að enn í dag er hún hluti af lífskjörum hvers einasta manns í landinu. Meira þarf varla að segja um Einar Ol- geirsson, en bregðum rétt sem snöggvast upp ljósi yfir lífshlaup hans. Einar lagði mikla rækt við að mennta sig og búa sig undir átökin, sem hann vissi að mundu fylgja ætlunarverki sínu. Það er stórkostlegt, hvað hann lagði á sig í menntaskóla til þekkingarleitar á þeim sviðum, sem ekki var boðið upp á í skól- anum. Hann ritaði hjá sér í sérstakar kompur, hvaða bækur hann þyrfti að lesa og svo að lestri loknum, hvað honum 4
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.