Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 5

Réttur - 01.01.1993, Page 5
Sigríður Þorvarðsdóttir. Einar Olgeirsson. fannst um efnið og höfundinn. Þarna voru fagurbókmenntir, heimspekirit, ævisögur og sagnfræðirit á ensku, dönsku og þýsku. Að loknu stúdentsprófi 1921 fór hann með þetta veganesti í háskólanám erlendis og kom heim 1924. Strax eftir heimkomuna kastar hann sér í strauminn. Næstu ár urðu mjög stormasöm, allt fram til 1938. Á þessu tímabili vekur hann verklýðshreyfinguna af svefni, gerist sjálfur formaður Verka- mannafélags á Akureyri, stofnar Jafnað- armannafélagið, Kommúnistaflokkinn, ræðst í útgáfu RÉTTAR og fer inn á Al- þingi í hatrömmum kosningaslag 1937 sem kjördæmakjörinn þingmaður í Reykjavík og tekur með sér tvo uppbót- arþingmenn út á 8.5% greiddra atkvæða á landsvísu. Á þessu tímabili reið heim- skreppan yfir með sínar ógnir. Með óþrjótandi elju og starfsorku talaði Einar Olgeirsson kjark í verkamenn og gaf þeim von um lausnir á vandamálum heimilanna byggðum á úrræðum sósíal- ismans. Árið 1938 stofnaði Einar Sósíalista- flokkinn, sem var fádæma afrek í samein- ingarmálum vinstri manna, og gaf nágranna- þjóðunum þar með glæsilegt fordæmi rétt áður en heimsstyrjöld nazisntans brast á. Galdrastafurinn, sem Einar sveiflaði var sá, að sameina hina faglegu og pólitísku arma verklýðsstéttarinnar í eitt reginafl til átaka í stjórnmálabaráttunni. 5

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.