Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 10

Réttur - 01.01.1993, Page 10
tækjum og til uppbyggingar atvinnulífs- ins. Þannig væri hægt að skapa grundvöll að stórefldu framleiðslustigi með það fyr- ir augum að standa undir vaxandi kaup- mætti án atvinnuleysis. Þetta voru auðvit- að kallaðar skýjaborgir. Einar vissi, að hann hafði ekki þing- styrk til að tryggja þessa meðferð gjald- eyrisforðans. í eftirminnilegri þingræðu hinn 11. sept. 1944 kom hann með alger- lega óvænt tilboð um þátttöku í ríkis- stjórn með slíka stefnuskrá. Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Ólafur Thors og fjölmargir atvinnurekendur í iðnaði og sjávarútvegi vildu taka í útrétta hönd Einars og stjórnarmyndunarviðræð- ur hófust. Þarna var um að ræða söguleg- ar sættir stríðandi afla þjóðfélagsins, sem hið einstæða ástand í landinu gaf mögu- leika á, og að hika var sama og að tapa. í undirbúningi að myndun þessarar stjórnar urðu þeir mestu mátar, Ólafur og Einar, og virtu hvor annan ævilangt upp frá því. Ein besta umsögn um eðli og pól- itískt gildi nýsköpunarstjórnarinnar af hálfu pólitísks andstæðings Einars var umsögn Ólafs Thors að loknum löngum fundi þeirra, er hann sagði: „Miklir gæfu- menn verðum við, Einar minn, ef okkur tekst þetta.“ Og þetta tókst. Nýsköpunarstjórnin var mynduð og lagði grundvöll að bættum lífskjörum á Islandi næstu áratugina. En hér má ekki gleyma því, að nýsköpunar- stjórnin lyfti líka Grettistaki í menningar- og menntamálum, þar sem tekin voru stórkostleg framfaraspor. III. Maðurinn sjálfur, Einar Olgeirsson, var sérstakt ljúfmenni með mikla persónu- töfra, mjög háttvís og kurteis í allri fram- komu gagnvart hverjum sem var. Það eru enda margir, sem eiga hlýjar minningar frá samvistum við hann. Mannúðin var ríkasti þátturinn í öllu fari Einars. Hún átti rætur að rekja til hlýju og ástúðar í uppeldi og þroskaðs skilnings á veruleikanum, sem kröpp kjör skapa. Einar hafði allan sinn aldur djúpa samhygð með mannfólkinu, ekki síst þeim, sem minna máttu sín. Hann leit á það sem heilaga skyldu sína að koma þar til liðs, og var þá reiðubúinn að kosta öllu til. Aðrir þættir í skapgerð Einars og hin mikla viljafesti hans, ollu því að hann þótti sjálfsagður foringi. Eldmóður hans og atorka samfara bjartsýni og ósérhlífni gerði hann að ókrýndum leiðtoga alþýðu- hreyfingarinnar íslensku um fjögurra ára- tuga skeið. Hæfileikar Einars, svo sem óvenju mikil þekking á sögu þjóðarinnar, af- burða ræðusnilld og rökfimi, svo og sveigjanleikinn í því að vera fastur fyrir, nutu sín vel í forustustarfi hans. Allir, bæði samherjar og andstæðingar, vissu að hann var hugsjónamaður í bestu merkingu þess orðs, og að hann hafði mikla skömm á sérgæsku og eiginhags- munapoti. Þessi afstaða hans, sem öllum var kunn, og lífshættir skópu honum óskorað traust allra þeirra, sem hann var málsvari fyrir. Engum var ljósara en hon- um, að styrkur hans til umbyltingar á kjörum fólksins byggðist á því að hann nyti trausts þess, og væri þess trausts verður. Einar var mjög ljóðelskur og mátti varla svo stinga niður penna eða halda ræðu um hugðarefni sín, að ekki væri vitnað í og lagt út af kvæðum stórskáld- anna. Hann var afkastamikill rithöfundur og 10

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.