Réttur


Réttur - 01.01.1993, Side 19

Réttur - 01.01.1993, Side 19
Táknræn mynd fyrir þróun sósíalískrar hreyfingar. Frá vinstri Brynjólfur Bjarnason, fyrrv. form. KFl, Einar Olgeirsson, fyrrv. form. Sósialistaflokksins og Lúðvík Jósepsson, fyrrv. form. Alþýðubandalags- >ns ræða saman á landsfundi Alþýðubandalagsins. stjórnmálanna á þessum tíma og hinn mikla og langvarandi ágreining sem síðan varð milli verkalýðsflokkanna tveggja. Ætlun mín með þessari grein var fyrst og fremst sú, að rekja með nokkrum hætti þá þróun, sem orðið hefir á merkingu orðanna sósíalismi og sósíalisti annars vegar og hins vegar orðanna jafnaðar- stefna og jafnaðarmaður. Enginn vafi er á því, að notkun og túlkun þessara orða hefir tekið miklum breytingum í tímans rás. Svo miklum breytingum, að við sjálft hggur að sumir séu farnir að afneita sjálf- um sér. í rúmlega 150 ár hafa tvær megin stjórnmálastefnur verið mestu ráðandi í deilum manna og flokka um afstöðu til þjóðfélagsmála. Þessar stefnur eru kapít- alismi og sósíalismi. Auðvitað hafa kom- ið fram margar og mismunandi greinar af hvorri stefnunni um sig. Stjórnmálaflokk- ar hafa líka orðið margir. Hér á landi hef- ir þessi megin skipting einnig verið til staðar. Kapítalisminn boðar einkaeign fyrir- tækja og að gróðasjónarmið eigi að vera aðallögmál í rekstri. Sósíalisminn boðar sameign stærstu fyrirtækja og að rekstur þeirra eigi að miðast við hagsmuni heild- arinnar. Kapítalisminn boðar sem minnst ríkisafskipti og hömlur eigi helzt engar að vera á umsvif og athafnir einstaklinga. 19

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.