Réttur


Réttur - 01.01.1993, Síða 20

Réttur - 01.01.1993, Síða 20
Markaðslögmál ráði þar ferðinni. Sósíalisminn boðar samábyrgð þjóðfé- lagsins. Hann boðar því almannatrygg- ingar, almennt skóla- og heilsugæzlukerfi og almenn þjóðfélagsleg réttindi án sér- réttinda einstakra stétta eða hópa. Kap- ítalisminn hefur orðið aðalstefna auðfyr- irtækja, atvinnurekenda, stóreignamanna og oftast voldugra kaupsýsluaðila. Sósíal- isminn hefir orðið grundvallarstefna verkalýðsstéttarinnar og þeirra þjóðfé- lagsþegna sem trúa því að með skynsam- legum hætti sé hægt að stjórna rekstri þjóðfélagsins. Hér eru aðeins nefnd nokkur grundvallar ágreiningsefni hinna andstæðu þjóðfélagskenninga. Hér á landi kom ágreiningur þessara tveggja höfuðkenninga skýrast fram, á fyrri hluta þessarar aldar, í stefnu Al- þýðusambandsins og Alþýðuflokksins og síðar Sósíalistaflokksins annarsvegar, sem grundvölluðu stefnu sín á kenningum sósíalismans, — hins vegar var íhalds- flokkurinn frá 1924 til 1929 og síðar Sjálf- stæðisflokkurinn, sem byggt hafa stefnu sína á grundvallarkenningum kapítalism- ans, að vísu oft með nokkrum frávikum. Verkalýðsflokkarnir hafa byggt stefnu sína á kröfum hinnar nýju stéttar, verka- lýðsstéttarinnar, sem ekki aðeins hefir gert kröfur um laun sín og vinnuaðstöðu, heldur einnig um þjóðfélagslegt öryggi og fulla atvinnu. Aðal andstæðingur verka- lýðsflokkanna hefir verið flokkur atvinnu- rekenda, kaupmanna og stóreignamanna. Hlutskipti þess flokks hefir verið að standa gegn kröfum verkalýðsstéttarinnar og berjast fyrir hagsmunum þeirra, sem vilja hafa óhindraða aðstöðu til að græða. Snúum þá aftur að merkingu og notkun orðanna sósíalismi og jafnaðarstefna, sósíalisti og jafnaðarmaður, sem átti að vera aðalefni þessarar greinar. Stefna Al- 20 þýðuflokksins á árunum 1916 til 1930 og reyndar einnig á árunum 1930 til 1938, var óumdeilanlega grundvölluð á kenn- ingum sósíalismans. Engum, sem var í Alþýðuflokknum á þessum tíma, kom til hugar að neita tengslum sínum við þá þjóðmálakenningu. Á árunum 1916 til 1930 kölluðu allir Alþýðuflokksmenn sig jöfnum höndum sósíalista og jafnaðar- menn. Róttækari hluti Alþýðuflokksmanna á þessum árum, eins og Einar Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason, stóðu báðir að því og höfðu reyndar forgöngu um, að stofna jafnaðarmannafélög. Þeir voru jafnaðarmenn, eða sósíalistar, ef notað var hið aiþjóðlega nafn þeirra sem mót- uðu skoðanir sínar í þjóðmálum á kenn- ingum sósíalismans. Þessu var alveg eins farið með aðra forystumenn Alþýðu- flokksins á þessum tíma. Aldrei kom til þess að Stefán Jóhann Stefánsson, Emil Jónsson, Haraldur Guðmundsson eða Jón Baldvinsson andæfðu því að þeir væru sósíalistar. Andstæðingar Alþýðuflokksins og verka- lýðsfélaganna, kölluðu alla Alþýðuflokks- menn á þessum tíma, sósíalista. Stundum var hert á þessu og þeir kallaðir bolsar. Alþýðuflokkurinn hélt lengi fram kröf- unni um ríkisrekstur eða þjóðnýtingu. Flokkurinn hélt mjög fram stefnunni um bæjarútgerð og bæjarrekstur á ýmsum sviðum. Alþýðuflokkurinn, eins og verka- lýðshreyfingin öll, krafðist almannatrygg- inga, verkamannabústaða og trygginga gegn atvinnuleysi. Um þessi stóru mál, ásamt kröfum verkalýðsfélaganna um hækkuð laun, skárust pólitískar línur í ís- lenzkum stjórnmálum á árum 1920 til 1940. Átökin um þessi mál stóðu að vísu lengur og standa enn, en það er önnur saga og verður ekki rakin hér sérstaklega. 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.