Réttur - 01.01.1993, Qupperneq 29
Skilnaðarnefnd sameinaðs Alþingis. Frá vinstri: Magnús Jónsson, Hermann Jónasson, Sveinbjörn
Högnason, Brynjólfur Bjarnason, Bernharð Stefánson, Stefán Jóhann Stefánsson, Gísli Sveinsson,
Einar Olgeirsson, Eysteinn Jónsson, Ólafur Thors, Gunnar Thoroddsen, Bjarni Benediktsson.
— Ljósm. Vignir Guðmundsson.
ar var skipaður fulltrúum Alþýðuflokks,
Sjálfstæðisflokks og Sósíalistaflokks.
Minnihlutinn Framsóknarmönnum — þó
sat ríkisstjórn Hermanns Jónassonar.
Hermann baðst því lausnar um leið og
nefndarálitin sáu dagsins ljós. Þá var
skipuð ný stjórn daginn eftir, stjórn Sjálf-
stæðisflokksins, sem Alþýðuflokkur og
Sósíalistaflokkur vörðu vantrausti vegna
^reytinganna á kosningalögunum. Tillaga
um vantraust á þessa ríkisstjórn var flutt
af Framsókn. Tillögunni var vísað frá
með 28 atkvæðum gegn 19 atkvæðum
f"ramsóknarmanna. Þessi minnihluta-
stjórn lýsti þeirri stefnu sinni að hún ætl-
aði að ráðast í stofnun lýðveldis 1942. Pá
gripu Bandaríkjamenn í taumana og m.a.
þessvegna fór það svo að málið frestaðist
um skeið.
Fyrir þingslit 1942 var svo samþykkt
tillaga til þingsályktunar um milliþinga-
nefnd í stjórnarskrármálinu. Þetta var
fimm manna nefnd með fulltrúum allra
flokka nema Sósíalistaflokksins og
Bændaflokksins sem hafði tvo þingmenn.
í nefndinni voru þungavigtarmenn úr
þremur flokkum: Gísli Sveinsson og
Bjarni Benediktsson frá íhaldinu, Stefán
Jóhann frá Alþýðuflokknum og Hermann
Jónasson og Jónas Jónsson frá Framsókn.
í þingsályktun þeirri sem milliþinga-
nefndin starfaði eftir sagði meðal annars
29