Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 42

Réttur - 01.01.1993, Page 42
stjórnarskrárinnar með þeim fyrirvara að þeir eftir sem áður sjeu bundnir órjúfan- legum samtökum um að láta stjórnar- skrána taka gildi eigi síðar en 17. júní 1944 nk.“ Með öðrum orðum: Tillaga Gísla var samþykkt til þess að fá Alþýðuflokkinn með — en um leið lýstu Sjálfstæðisflokk- ur og Framsóknarflokkur því yfir að þeir væru staðráðnir í að hafa afstöðu Alþýðu- flokksins að engu. Og Alþýðuflokkurinn lét sér það nægja. Þessir fyrirvarar urðu svo skýrir í nefndaráliti sameiginlegu nefndarinnar og niðurstaðan varð sú sem hér greinir í textanum; en samt tókst að láta stjórnar- skrána taka gildi 17. júní. Ekki verður hér fjallað um hátíðahöld- in 17. júní en Einar átti líka sæti í hátíða- nefndinni. Lýðveldi reist á lýðræði Það sem stendur upp úr í þessari um- fjöllun er hvað? Það er að vísu margt, en eitt öllu öðru fremur: Það er lýðræðið. Þegar samvinnunefndin sat að störfum var sjálfhelda í stjórnmálum og engin rík- isstjórn hafði verið mynduð. Það sat embættismannastjórn. Mér er til efs að það hefði gengið svona vel að koma saman stjórnarskránni í þingnefndunum ef ekki hefði setið slík stjórn! Þingmenn voru frjálsir og þeir réðu sjálfir málum til lykta í þingnefndinni sjálfri. Að sjálfsögðu hafa þeir greint flokkum sínum frá málum og vafalaust hafa þeir haft umboð flokkanna beint — með samþykktum flokkanna — eða óbeint — eftir túlkun á stefnu flokk- anna — til þess að ráða málum til lykta. Og auðvitað höföu flokkarnir þrír gert með sér bandalag í lýðveldisnefndinni; engu að síður virðast atkvæði hafa gengið 42 þvers og kruss í stjórnarskrárnefndinni. Æði oft er Stefán Jóhann hluti af meiri- hlutanum þó hitt sé ekki síður algengt að hann sé í minnihluta. Það kemur líka fyr- ir að hann er í einskonar gervimeirihluta þar sem allir aðilar málsins nema hann lýsa því yfir um leið og frá máli er gengið að þeir muni hafa meirihlutann að engu í verki. En hvað sem því líður: Niðurstað- an varð lýðveldi og byggð á lýðræðislegri mótun mála. Mér er til efs að þingræðið hafi nokkru sinni fyrr eða síðar blómstrað eins á Islandi og einmitt í stjórnarskrár- nefndunum veturinn 1944. Sjálfsagt þykir einhverjum sérkennilegt að þingmaður skulu tala um það sem tíöindi að þing- menn hafi verið frjálsir. En höfundur þessarar samantektar vottar það hér með að aldrei á þingferli höfundarins hefur þingræði náð þeim hæðum í þingnefndum sem komið hefur fram hér á undan í frá- sögnum af stjórnarskrárnefndinni. En fleira kom til. íslendingar voru líka ótrúlega frjálsir frá átökunum umhverfis á alþjóðavettvangi. Þó var háð biturt stríð sem kostaði miljónir manna lífið. Samt sem áöur tókst að halda þannig á málum að íslendingar þurftu ekki að taka tillit til neinna „herraþjóða“ þannig að það væri þjóðinni eða einhverjum veru- legum minnihluta hennar á móti skapi. Áður hafði tillitssemin við Dani ráðið miklu — seinna var það Bandaríkjastjórn og allt fram á þessa daga, er Evrópustór- veldið hefur tekið við og svift íslendinga því valdi að hafa einir frumkvæðisréttinn um setningu löggjafar á íslandi. Það er einnig vert aö minna á aö á sama tíma geisuðu verulega hörð stéttaátök í þjóðfélaginu. Þó má segja að með sigri verkalýðshreyfingarinnar 1942 og með sigri Sósíalistaflokksins í tvennum kosn- ingum á sama árinu liafi náðst það sem J

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.