Réttur


Réttur - 01.01.1993, Qupperneq 46

Réttur - 01.01.1993, Qupperneq 46
svo langt gengu deilurnar að Einar Ol- geirsson var kominn í skotlínu þeirra sem ákafastir voru í að reka. Til þess kom þó ekki að Einari yrði vikið úr flokknum. Þess í stað urðu viðhorf hans um samfylk- ingu verklýðsflokkanna ofan á. Komm- únistaflokkurinn tók nú að berjast fyrir samstarfi og samfylkingu verklýðssinna, jafnvel sameiningu verklýðsflokkanna. Samfylkingarpólitíkin reyndist eiga grejða Ieið að verkafólki kreppuáranna. Kommúnistaflokkurinn fékk um leið auk- inn byr í seglin en á sama tíma barðist hægri armur Alþýðuflokksins hatrammri baráttu gegn allri samvinnu við kommún- ista og dró að sér rök úr ýmsum áttum; Stauning, flokksleiðtogi danskra sósíal- demókrata, mátti ekki til þess hugsa að vinna með kommúnistum, flokksforystan hafði í nokkur ár verið í nánu sambandi við Jónas Jónsson frá Hriflu, sem snerist af öllu afli gegn kommúnistum og Morg- unblaðið Iá ekki á liði sínu að nudda Al- þýðuflokknum upp úr meintri þjónustu við kommúnista. Þjóðviljinn varð öflugt verkfæri í sam- fylkingarbaráttunni en í henni urðu á- fangaskil haustið 1938 með stofnun Sósía- listaflokksins og þarf ekki að rekja þá sögu fyrir lesendum Réttar. ★ Þrettánda þing Alþýðusambandsins (Alþýðuflokksins) var sett sama dag og Þjóðviljinn hóf göngu sína. Kommúnista- flokkurinn sendi Alþýðuflokknum sam- fylkingartilboð, sem mikið var rætt á þinginu. Næstu vikurnar hélt Morgun- blaðið því fram að Alþýðuflokkurinn hafi gengið kommúnistum á hönd, með þing- samþykkt sinni í samfylkingarmálinu, og nú standi til að niðurlægja framsókn, með því að beygja hana inn á sömu braut. í skrifum blaðsins er hvað eftir annað vitn- 46 að til Einars Olgeirssonar (á það skal minnt hér að kommúnistar áttu engan þingmann á þessum tíma. Einar Olgeirs- son var fyrst kosinn á þing fyrir flokkinn í Reykjavík sumarið 1937 og tók með sér tvo uppbótarmenn), en af ótrúlegri leikni tókst greinahöfundum Morgunblaðsins að sneiða hjá því að geta heitis hins nýja dagblaðs, sem Einar ritstýrði! Það dugði Morgunblaðinu þó skammt að sneiða hjá nafninu Þjóðviljinn. Undir ritstjórn Einars varð blaðið strax hat- römmum andstæðingi Morgunblaðsins. Á sama tíma boðaði það samfylkingu vinstri manna með sífelldri skírskotun til þess að það sem verkalýður og millistétt ættu sameiginlegt gegn yfirvofandi fasista- hættu og kaupráni skipti miklu meira máli en hitt sem sundraði. Um leið flutti blað- ið daglegar fréttir af erlendum vettvangi, ekki síst gangi mála í spænsku borgara- styrjöldinni. Ritstjórinn var enginn við- vaningur í blaðamennsku eða pólitískuni áróðri þess tíma, þótt hann hefði aldrei setið á þingi. Blaðamenn með Einari voru þeir Haraldur Sigurðsson, síðar bóka- vörður og kortasöguhöfundur og Þorsteinn Pétursson, sem síðar varð starfsmaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík um árabil. Nafnið Þjóðviljinn fór fyrir brjóstið á Morgunblaðinu, eins og fleira sem birtist á síðum hans í þá rösklega hálfu öld sem hann kom út. Árni Bergmann, fyrrv. rit- stjóri Þjóðviljans segir svo frá í bók sinni Blaðið okkar, sem kom út í tilefni af 50 ára afmæli blaðsins, haustið 1986: „Morgunblaðið fordæmdi harðlega þá sem leyfðu að blað kommúnista héti nafni Þjóðviljans og gaf þeim „ævarandi minnkun“ í vegarnesti. Theódóra Thor- oddsen svaraði þessum ásökunum (Þjóð- viljinn 3. mars 1938) og kvaðst eiga hér J
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.