Réttur


Réttur - 01.01.1993, Síða 48

Réttur - 01.01.1993, Síða 48
ing á rekstraraðstæðum blaðsins. Nýir fjölmiðlar komnir til sögunnar, með harðnandi samkeppni um auglýsingar. Við þessar aðstæður kom hinn stóri veik- leiki blaðsins berlega í ljós. Útbreiðsla þess var ekki nægilega mikil til að halda í auglýsendur, sem spurðu nú af meiri al- vöru en áður: hvað næ ég sambandi við marga með því að auglýsa í Þjóðviljan- um? ★ „Þrátt fyrir breyttar áherslur í efnistök- um og útliti og marga góða spretti, tókst Þjóðviljanum aldrei að komast upp fyrir tiltölulega lágan áskrifendaþröskuld. Áskrifendafjöldi blaðsins hefur verið á svipuðu róli undanfarin 30 ár! Árið 1960 voru svipað margir áskrifendur að blað- inu og síðastliðin tvö ár. Á sama tíma fjölgaði landsmönnum úr rúmlega 177 þúsundum í 253 þúsund,“ segir Hallur Páll Jónsson, fyrrverandi framkvæmda- stjóri Þjóðviljans í síðasta tölublaðinu. Endurskipulagning og harðar sparnað- araðgerðir í rekstri dugðu ekki til að mæta þessum vanda því verðgildi auglýs- ingatekna hrapaði og varð um 40 milljón- um króna lægra á síðasta rekstrarári, en fjórum árum áður (m.v. verðlag í ársbyrj- un 1992) og á sama tíma hlóðust upp vextir sem ekki var hægt að greiða, sam- tals upp á 90 milljónir (1985 1990). Að lokum komumst við sem bárum ábyrgð á rekstri Þjóðviljans ekki lengur undan því að horfast í augu við þá alvarlega stað- reynd að ekki varð lengra komist. Á síðustu mánuðum Þjóðviljans voru ræddar fjölmargar leiðir til að halda út- gáfu hans áfram, svo sem að breyta hon- um í vikublað eða minnka hann niður í fjórar síður daglega. Ýmsir aðrir höfðu líka áhuga á því hvað um blaðið yrði. Þannig kom fulltrúi félagsins sem gaf út tímaritið Þjóðlíf að máli við undirritaðan, einhverju sinni er rekstrarvandi Þjóðvilj- ans var til umræðu. Kvaðst hann tala í umboði stjórnarinnar og spurði hvort ekki væri mögulegt að fá Þjóðviljann leigðan. Þetta félag er nú gjaldþrota, svo varla hefði slík ráðstöfun bjargað blaðinu til langframa. Þá gerðist það undir lokin að virðuleg- ur lögmaður óskaði eftir fundi, einnig með undirrituðum. Sagði hann að „fjár- sterkir aðilar“ hefðu beðið sig að kanna hvort ekki væri hægt að fá blaðið keypt. Ekki fékkst upplýst hverjir „hinir fjár- sterku“ væru, né heldur hver væri tilgang- ur þeirra með hugsanlegum kaupum á blaðinu. Hvorugt þessara „tilboða“ var ástæða til að taka mjög alvarlega og komu þau því ekki til neinnar frekari um- ræðu. Á hinn bóginn var gerð mjög alvar- leg tilraun til stofna nýtt og öÖugt dag- blað með aðild þeirra félaga sem að Þjóð- viljanum stóðu. Enda þótt lesendum Réttar sé að einhverju leyti kunnugt um þær tilraunir er rétt að gera að nokkru grein fyrir þeim hér. Fyrir forgöngu Gunnars Steins Pálsson- ar hjá Auglýsingastofunni Hvíta húsinu hófust á haustdögum 1991 viðræður milli áhrifamanna innan íslenska útvarpsfé- lagsins, (Stöðvar 2) forráðamanna Prent- smiðjunnar Odda og aðstandenda Tím- ans og Þjóðviljans um möguleika á að þessir aðilar sameinuðust um að stofna til nýs dagblaðs, er hefði burði til að verða öflugur samkeppnisaðili við Morgunblað- ið og DV. í lok október var undirbún- ingsfélagið Nýmæli stofnað. Á þess veg- um var næstu vikurnar unnið kappsam- lega að öllum undirbúningi. M.a. kannaði Félagsvísindastofnun grundvöllinn fyrir slíku blaði hjá þjóðinni. Niðurstaða könnunarinnar benti til að áhugi almenn- 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.