Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 49

Réttur - 01.01.1993, Page 49
Nýtt Dagblað, árið 1941. Kom út er Þjóðviljinn var bannaður. lngs á nýju blaði væri verulegur. Að teknu tilliti til margra óvissuþátta virtist Saemilegur fjárhagsgrundvöllur fyrir út- gáfunni. Var ætlunin að gefa út morgunblað sex ^ga vikunnar, en auk þess helgarblað er hæmi út á föstudögum. Útgáfu Tímans, hjóðviljans og sjónvarpsvísis Stöðvar 2 (hugsanlega einnig Alþýðublaðsins) átti aö ljúka um leið og nýja blaðið kæmi út. Um hátíðar var undirbúningsvinnu lok- og málið tilbúið til afgreiðslu í stjórn- Uln samningsaðilanna. Þá brá svo við að stJórn íslenska útvarpsfélagsins ákvað að taka ekki þátt í stofnun væntanlegs hluta- félags. Þar með féll hugsanlegt samstarf um sjálft sig. Ekki reyndist grundvöllur fyrir samstarfi annarra aðila um málið. Hver raunveruleg ástæða fyrir ákvörðun- inni var, hefur ekki fengist upplýst, en væntanlega tengist hún þeim átökum sem síðar urðu innan félagsins. Síðasta tölublað Þjóðviljans kom út í lok janúar 1992. Eins og sakir standa eru harla litlar líkur til að útgáfa dagblaðs á vinstri kantinum hefjist í bráð. Hitt er víst að íslenskri fjölmiðlun er skarð fyrir skildi þegar Þjóðviljinn er horfinn af vett- vangi. Forsíður Þjóðviljans frá 1989. 49

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.