Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 50

Réttur - 01.01.1993, Page 50
HALLUR PÁLL JÓNSSON: Hverjir lögöu hönd á plóginn? Margur kann að spyrja, nú þegar síðasta hefti Réttar kemur út, hverjir hafi í gegnum tíðina lagt tímaritinu og útgefanda þess lið, um hvað hafi verið skrifað, hverjar áherslurnar hafi verið í tímans rás? Það hefði vissulega verið við hæfi að gefa út sérstaka höfunda- og efnisskrá Réttar frá upphafi, Iesendum og áhuga- mönnum um sósíalíska sögu til fróðleiks og þæginda, en tími og aðstæður leyfa það ekki að sinni, né heldur stærð þessa lokaheftis. Ef til vill verður það gert síðar. Hér verður reynt að stikla á stóru, nefna til sögunnar nokkra þá einstaklinga sem áttu þátt í áhrifamikilli útgáfu og settu mark sitt á ritið. Þetta verður þó varla meira en örlítið hugboð um það efni margvíslegt, sem Réttur færði lesendum sínum: margskonar gagnmerk skrif, fræð- andi greinar, pólitískar ádrepur, þýðing- ar, ljóð og sögur. Réttur 1916 - 1925. Tímarit um félagsmál og mannréttindi Einar Olgeirssonar hefur á nokkrum stöðum í verkum sínum gert grein fyrir mönnunum sem stofnuðu Rétt, þeim jarðvegi sem Réttur er sprottinn úr, verk- inu og viðtökunum (sjá m.a. 4ða hefti Réttar 1965, á 50 ára afmæli ritsins). Þar fer fremstur Pórólfur Sigurðsson í Bald- ursheimi, aðalútgefandi og ábyrgðarmað- ur, en þar eru einnig Benedikt Jónsson á Auðnum, Jónas Jónsson frá Hriflu, sem síðar varð einn áhrifamesti stjórnmála- maður aldarinnar, Páll Jónsson, búfræð- ingur, Benedikt Bjarnason, síðar skóla- stjóri á Húsavík og Bjarni Ásgeirsson, seinna ráðherra. Pað er í fyrsta heftinu, 1916, sem Þór- ólfur skrifar um Auðsjafnarkenningai' (sósíalisma, georgisma og samvinnu- 50 J

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.