Réttur


Réttur - 01.01.1993, Side 51

Réttur - 01.01.1993, Side 51
stefnu). Hriflu-Jónas ritar um Henry George og jafnaðarmennskuna, að ó- gleymdri hinni sögulegu grein Nýr lands- •Hálagrundvöllur. Birt er fræg ræða Þor- steins Erlingssonar, Verkamannasamtök- ln, sem hann hélt í Dagsbrún árið 1912 og Sigurður Nordal skrifar minningargrein uni Guðjón Baldvinsson frá Böggvistöð- U|n (einn af fyrstu sósíalistunum íslensku, sem dó kornungur), svo fátt eitt sé nefnt. Og ekki má gleyma Stefáni Péturssyni, Sem þýddi greinar í Rétt 1919 og 1920, og gaf reyndar síðar út bókina Bylting í Rússlandi, 1921. En árin 1924 og 1925 jara að birtast greinar eftir unga sósíal- 'sta, nýkomna úr námi erlendis, þá Einar Olgeirsson, Stefán Jóh. Stefánsson og Brynjólf Bjarnason, en sá síðastnefndi hefur ritferil sinn í Rétti með greininni Komúnisminn og bændur. Það er svo suður á berklahælinu að Víf- ilstöðum eða nánar tiltekið „einn sunnu- dag úti í hraungjótu“, sumarið 1926, sem Einar og félagar hans nokkrir, Brynjólf- ur, Hendrik Ottósson, Ársæll Sigurðsson og einhverjir fleiri, taka ákvörðun um að kaupa Rétt af Þórólfi Sigurðssyni og boða sósíalismann, gera tímaritið að baráttu- tæki fyrir „afnámi auðvaldsdrottnunar yfir alþýðu". Þeir Brynjólfur, Hendrik og Ársæll höfðu þá allir sótt heimsþing Æskulýðssambands kommúnista, í Petro- grad og Moskvu, 1920 og 1921. 51

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.