Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 53

Réttur - 01.01.1993, Page 53
hefur harðan tón og hvassan stíl: þarátta öreigans fyrir atvinnu og mannsámandi kjörum. Petta eru jafnframt ár Kommún- istaflokksins. Síðan kveður sameining- arpólitíkin dyra og stofnun Sósíalista- flokksins, því næst seinni heimsstyrjöldin og stofnun lýðveldis. Árin eftir seinna stríð og lýðveldis- stofnunina einkennast mjög af hörðum viðbrögðum við bandarísku hernámi og Nató-aðild. Kalda stríðið fer í hönd, víg- búnaðarkapphlaupið eykst hröðum skref- um og heimsvaldastefna Bandaríkjanna stendur sem hæst með styrjöldinni í Víet- nam. Hér heima er háð þorskastríð við Breta og róttækni ungs fólks um allan hinn vestræna heim setur svip sinn á póli- HEFTt 1979 • 62. ÁBGANGUR KR. 1.500 HEFTI 1979 AIMODLEGT BARNAÁR 200.000.00a BARNA SVI'.LTA. 10.000.000. MANNA l.ítJA HUNGURDAUÐA ÁRl.ECiA. MEIRIHLUTINN BC)RN. BÖRN ÞRIÐJA HEIMSINS NEYSLUFREKASTA ÞJÓÐ VERALDAR, BAN DARÍKJAM ENN, 5 % JARÐARBUA, EYÐIR Á SAMATÍMA 27% AF FltAMLEIÐSLlJ HEIMSINS. tíska umræðu. Þetta er meðal annars það sem ber fyrir augu lesenda Réttar. Þeir eru þátttakendur í stormum sinnar tíðar. Stór hópur liðsmanna Flestir sem hafa staðið í fylkingar- brjósti sósíalískrar baráttu á íslandi og um leið ruðst fram á ritvöllinn í krafti sinna hugsjóna, koma við sögu Réttar. Og reyndar margir fleiri. Fyrir utan Einar sjálfan ber fyrst að nefna Ásgeir Blöndal Magnússon, en hann var ritstjóri Réttar ásamt Einari, árin 1946 til 1961. Ásgeir kveður sér fyrst hljóðs í Rétti 1928 með greininni Hreyfing íslenskrar öreigaæsku og ritaði jafnframt firnin öll af umsögnum um bækur í Ritsjá Réttar. Það gerðu einnig m.a. Kristinn E. Andrésson og Gunnar Benediktsson, sem reyndar rit- stýrði árgangi Réttar 1942 og átti margar greinar. Þá má ekki gleyma Sigurði Guð- mundssyni, fyrrum ritstjóra Þjóðviljans og samfanga Einars í Brixton fangelsinu, en Sigurður var ritstjóri Réttar árið 1943. Sonur Einars, Ólafur Rafn Einarsson, átti svo heiðurinn af því að blása nýju lífi í Rétt, með breyttu útliti og efnistökum árið 1967, en um langt árabil þar á eftir var Réttur enn á ný mjög öflugur í póli- tískri umræðu, einkum meðal hinnar svo- nefndu 68-kynslóðar. Ólafur skrifaði þar margt fróðlegt: Sprengjur gegn hungri (1967), Örbirgð eða réttlæti (1970), Vinnutíminn og stytting hans (1972), Rannsóknir á samtímasögu íslendinga (1972), Auðvaldsskipulagið á íslandi, verkalýðshreyfing og sósíalísk barátta 1887-1942 (1977) og Kenningar um heimsvaldastefnu (1977). Af öðrum ólöstuðum var það þó Bryn- jólfur Bjarnason sem lagði lengst af einna mest til Réttar ásamt Einari. Það kemur 53

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.