Réttur


Réttur - 01.01.1993, Qupperneq 58

Réttur - 01.01.1993, Qupperneq 58
Og svo allir hinir Réttur tók ýmsum útlitsbreytingum í gegnum tíðina eins og vænta má. Fyrstu 10 árin, undir ritstjórn Þórólfs í Baldurs- heimi, prýddi kápu Réttar teikning eftir Ríkharð Jónsson, myndhöggvara, þar sem gefur að líta myndarlegan burstabæ undir keilulaga fjalli. Efst á fjallinu trónir vog hvar á vega salt sjómaður og auð- maður, en yfir og ofar gnæfir maður alsjá- andi, líkast til bóndi. Undirskriftin er: Ræktun lýðs og lands. Þessi kápumynd er svo aflögð þegar Einar gerist útgefandi 1926 og þótt nokkrar breytingar yrðu árin 1931 og 1941, þá kemst fyrst nokkuð föst skipan á útlit forsíðunnar á árunum 1943 - 1967, og sú kápa kemur sjálfsagt mörg- um kunnuglega fyrir sjónir. Það er hins vegar með nýsköpun Réttar 1967 sem myndir fara að prýða forsíðuna um leið og brotið er stækkað. Þar fer höndum um kápu Þröstur Magnússon og gerir margar eftirminnanlegar forsíður, sem vísa til efnis og innihalds á fagmannlegan og snjallan hátt, í takt við tíðarandann. Hér að ofan hefur verið getið nokkurra þeirra höfunda sem við sögu Réttar hafa komið, en þeir eru auðvitað miklu fleiri, ekki hvað síst hin síðari árin og afsaka það vonandi þótt þeirra sé ekki allra getið hér í stuttri grein. Þar á ofan lögðu margir hönd á plóginn með öðrum hætti, án þess að þeirra nafna sé getið á síðum tímarits- ins. Útgáfa kallar ekki bara á höfunda. Það þarf að brjóta um og prenta, safna auglýsingum og áskrifendum, reka stöð- ugan áróður fyrir góðu tímariti, dreifa og innheimta. Flestir gerðu það af hinu óeig- ingjarna hugarfari, sem alltaf ber uppi sósíalíska hreyfingu, líkt og svo margt annað félagsstarf. Þar ræður ríkjum sú hugsun að leggja sitt af mörkum til bar- áttunnar, án þess að krefjast einhvers í staðinn og ætlast ekki til annars en sam- stöðu: „einn fyrir alla, allir fyrir einn“. En hér verður ekki komist hjá því að nefna tvö nöfn: Jón Guðmann, kaup- mann á Akureyri og baráttufélaga Einars, en hann tók þátt í kaupum á Rétti, út- breiðslu hans og afgreiðslu norðan heiða lengi vel. Hinn er Eiður Bergmann, um langan tíma framkvæmdastjóri Þjóðvilj- ans, sem annaðist afgreiðslu, dreifingu og ótal margt annað í fjölmörg ár, af kost- gæfni. Það er svo með tímaritsgreinar eins og allan skrifaðan texta, þær eldast misvel. Margar vísa nú fyrst og fremst til þess tíð- aranda, verkefna og dægurmála sem við var að fást þegar penna var stungið niður af eldmóði hugsjónamannsins eða seiglu baráttujaxlsins. Enn aðrar standa uppúr, sem gagnmerkar heimildir um samtím- ann, um örbirgð, kreppu og baráttu fyrir sjálfstæði þjóðar og betra mannlífi. Og svo eru hinar, sem lýsa höfundinum sjálf- um, hugsjónum hans, andagift og þekk- ingu, vonum og vonbrigðum. Skyldi það ekki vera með Rétt eins og Einar Olgeirsson sjálfan, að þótt báðir séu gengnir, hafa þeir enn áhrif í hugum þeirra sem áttu sömu hugsjónir og sam- leið um langan tíma? 58
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.