Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 59

Réttur - 01.01.1993, Page 59
 STEFÁN F. HJARTARSON: L |L\ ; £ \ \m Einar Olgeirsson og heildarsamtök 1 verkalýðsins Einar Olgeirsson var umdeildur maður vegna fylgis síns við alþjóðahyggju kommúnismans. í starfi sínu að verkalýðsmálum var honum ofarlega í huga skipulag verkalýðshreyfingarinnar. Einar taldi það skipta sköpum um framvindu þjóðfélagsins að verkamenn væru í skipulögðum samtökum er beittu sér fyrir kættum kjörum. Þáttur Einars Olgeirssonar í að um- skapa Alþýðusamband íslands í það, sem Það er í dag, er meiri en margur fær séð við fyrstu sýn. Því mun ég gera grein fyrir einu stóru kappsmáli Einars sem var að fá alla verkamenn, alla launþega, í samtök verkalýðsins án tillits til afstöðu þeirra til stjórnmála. Alþýðuflokkurinn og Alþýðusamband- ið var stofnað 12. mars 1916. Þetta var ári áður en rússneska byltingin átti eftir að valda straumhvörfum í hugmyndafræði °g aðgerðum jafnaðarmanna um gjörvall- an heim. Þeir sem lögðu grundvöllinn að Pólitískum og stéttarlegum framförum Verkalýðsstéttarinnar, töldu brýnt að heyja baráttuna fyrir auknum réttindum jafnt á vettvangi löggjafarvaldsins sem launavinnunar. Um þessa stefnu ríkti nokkuð víðtækt samkomulag. En fljótt fór að örla á ágreiningi um afstöðuna til rússnesku byltingarinnar og þar með af- stöðunnar til þingræðisleiðarinnar. Einar Olgeirsson hóf um leið og hann kom að námi loknu til Akureyrar árið 1924 starf innan stéttarfélaganna og að vinna að stofnun jafnaðarmannafélags. Einar varð fljótt var við hversu ákveðnir sósíaldemó- kratar á íslandi voru í að eyða öllum áhrif- um kommúnista innan verkalýðshreyfing- arinnar. Hann leitaði leiða til að tryggja áframhaldandi félagsstöðu íslenskra verkamanna innan samtaka stéttarfélag- anna; Alþýðusambands íslands. Margir 59

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.