Réttur


Réttur - 01.01.1993, Page 60

Réttur - 01.01.1993, Page 60
verkamenn voru hvorki jafnaðarmenn né kommúnistar og vildu síður sækja inn í stéttarfélögin ef því fylgdi sú kvöð að styðja Alþýðuflokkinn. Krafa kommún- ista, sem höfðu ekki stofnað eigin stjórn- málaflokk enn, til þess voru þeir of fáir, var að komið yrði á óháðu verkalýðs- bandi. Innan þess væru allir verka- menn jafnréttháir hvar í flokki sem þeir stæðu. Sósíaldemókrötum var ljóst árið 1929 að með þessu var verið að ógna völdum þeirra og þeir voru einnig vissir um, að kommúnistar ætluðu sér að stofna eigin flokk — samkeppnisflokk um fylgi verkamanna. Sósíaldemókratar höfðu undirtökin í Alþýðusambandi íslands. Kommúnistar höfðu aðeins meirihluta í fjórðungssambandinu Verklýðssamband Norðurlands, og nokkuð öfluga valda- miðstöð. Hlutur Einars í þessum störfum var stór. Forysta Alþýðuflokksins var jafnframt forysta Alþýðusambandsins. Miðstjórn Alþýðusambandsins átti rétt á að sitja fundi þingflokks Alþýðuflokksins. Þegar kommúnistar, með Einar Olgeirsson fremstan í fylkingu, héldu uppi hörðum árásum á sósíaldemókrata fyrir meinta valdníðslu og ólýðræðisleg vinnubrögð innan stéttarfélaganna, svöruðu þeir með þeirri röksemd að allir verkamenn hefðu rétt á að vera í stéttarfélagi. Það eina sem skerti jafnan möguleika verkamanna til setu á þingum flokksins og Alþýðusam- bandsins var skilyrði um að viðkomandi fulltrúi stéttarfélags væri jafnaðarmaður og kysi engan annan stjórnmálaflokk. Þetta var skýrt sett inn í lög Alþýðusam- bandsins á þingi þess haustið 1930. Þar slitnaði formlega upp úr stjórnmálasam- starfi jafnaðarmannafylkinganna innan verkalýðshreyfingarinnar. í raun höfðu vinslitin átt sér stað tveimur árum áður og miklu fyrr borið á kala þeirra á millum. Kommúnistaflokkur íslands hafði rutt sér braut inn á svið stjórnmálanna. Einar Ol- geirsson taldi að allir verkamenn, hvar í flokki sem þeir stæðu, ættu að styðja kröfuna um aðskilnað stjórnmálaflokks og stéttarsamtaka. Þar gætu allir verka- menn verið sammála um helstu lágmarks- atriði í stéttabaráttunni og þyrfti ekki að láta sundrungu í viðhorfi til flokkspóli- tískra stefnuatriða verða hreyfingunni fjötur um fót. Að sjálfsögðu vakti fyrir Einari að losa verkalýðshreyfinguna und- an áhrifum sósíaldemókrata á stefnumót- un í dægurmálum. Sjálfstæðisflokkurinn var sammála kommúnistum um nauðsyn þess að óháð verkalýðssamband yrði sett á laggirnar. Forsendur þeirra voru þó allt aðrar. Sjálfstæðisflokksmenn vildu gera verkalýðshreyfinguna ópólitíska en kommúnistar flokksópólitíska. Engu að síður bundust þessir erkióvinir böndum um að losa Alþýðusambandið undan flokksræði Alþýðuflokksins. Var með þessari samvinnu lagður grundvöllur að samstarfi Einars Olgeirssonar og Ólafs Thors? Um það skal ekkert óyggjandi sagt. Á hinu örlagaríka þingi Alþýðusam- bandsins haustið 1930 voru skipulagsmál hreyfingarinnar efst á baugi. Fáein öflug verkalýðsfélög höfðu tekið jákvætt undir hugmyndina um stofnun óháðs verkalýðs- sambands.1 Verkamannafélagið Hlíf í Hafnarfirði taldi ráðiegt, samkvæmt fundargerð 7. nóvember 1930, að koma á verkaskiptingu innan sambandsstjórnar Alþýðusambandsins. Annars vegar verk- efni stjórnmála og hins vegar verkefni stéttarmála.2 ísfirðingar voru hallir undir skoðanir kommúnista um nauðsyn óháðs verkalýðssambands. Finnur Jónsson var þar í broddi fylkingar, líklega nauðugur 60

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.